Wall Street íhugar að sniðganga skattahækkanir 6. desember 2010 14:01 Óttinn við að skattar hækki hjá hátekjufólki í Bandaríkjunum á næsta ári hefur leitt til þess að stór fjármálafyrirtæki á Wall Street eru að íhuga að borga bónusa fyrir árið í ár strax fyrir áramótin. Venjan er að þessir bónusar eru greiddir út eftir áramótin. Fjallað er um málið í New York Times. Á tímum Bush stjórnarinnar voru skattar á hátekjufólk lækkaðir umtalsvert. Bandaríkjaþing er nú að ákveða hvort afnema eigi þessar skattalækkanir eða ekki. Fari svo að þingið ákveði að afnema skattalækkanirnar í stað þess að framlengja þær getur verið um verulegar fjárhæðir að ræða hjá starfsmönnum stærstu bankanna og fjármálafyrirtækjanna á Wall Street. Meðalbónus hjá hverjum starfsmanna þessara fyrirtækja er um ein milljón dollara eða um 115 milljónir kr. á ári. Ef skattalækkanirnar verða afnumdar þýðir það hátt í 50.000 dollara eða um 5,7 milljónir kr. fyrir hvern þessara starfsmanna í aukna skatta á næsta ári. New York Times segir að í augnablikinu bíði allir eftir því hvað Goldman Sachs muni gera í málinu. Sá bankinn hefur oft leitt restina af hjörðinni í ákvörðunum sem þessum. Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Óttinn við að skattar hækki hjá hátekjufólki í Bandaríkjunum á næsta ári hefur leitt til þess að stór fjármálafyrirtæki á Wall Street eru að íhuga að borga bónusa fyrir árið í ár strax fyrir áramótin. Venjan er að þessir bónusar eru greiddir út eftir áramótin. Fjallað er um málið í New York Times. Á tímum Bush stjórnarinnar voru skattar á hátekjufólk lækkaðir umtalsvert. Bandaríkjaþing er nú að ákveða hvort afnema eigi þessar skattalækkanir eða ekki. Fari svo að þingið ákveði að afnema skattalækkanirnar í stað þess að framlengja þær getur verið um verulegar fjárhæðir að ræða hjá starfsmönnum stærstu bankanna og fjármálafyrirtækjanna á Wall Street. Meðalbónus hjá hverjum starfsmanna þessara fyrirtækja er um ein milljón dollara eða um 115 milljónir kr. á ári. Ef skattalækkanirnar verða afnumdar þýðir það hátt í 50.000 dollara eða um 5,7 milljónir kr. fyrir hvern þessara starfsmanna í aukna skatta á næsta ári. New York Times segir að í augnablikinu bíði allir eftir því hvað Goldman Sachs muni gera í málinu. Sá bankinn hefur oft leitt restina af hjörðinni í ákvörðunum sem þessum.
Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira