Már um afnám hafta: Tvö af þremur skilyrðum uppfyllt 3. nóvember 2010 11:32 Már Guðmundsson. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að þrjú meginskilyrði þurfi að uppfylla áður en til afnáms gjaldeyrishafta kemur. Tvö þessara skilyrða hafa þegar verið uppfyllt en þriðja skilyrðið, sem er traust fjármálakerfi, er enn ekki til staðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem seðlabankastjóri sendi frá sér í dag. Már bendir á að skilyrðin fyrir afnámi haftanna séu nokkur en þrjú séu mikilvægust. Þau eru þjóðhagslegur stöðugleiki, traust fjármálakerfi og nægilegur gjaldeyrisforði. „Tvö af þessum skilyrðum hafa verið uppfyllt, en traust fjármálakerfi er ekki fyrir hendi, að hluta til vegna óvissu um eiginfjárstöðu bankakerfisins í kjölfar tveggja hæstaréttardóma. Í síðustu viljayfirlýsingu sinni til AGS skuldbundu stjórnvöld sig til að grípa til viðeigandi ráðstafana af þessu tilefni til að endurfjármagna bankakerfið fyrir áramót ef á þyrfti að halda. Þetta er nauðsynleg forsenda þess að fjármálakerfið teljist traust en þarf ekki endilega að vera nægjanleg," segir Már í yfirlýsingunni. Að sögn Más gætu aðgerðir til að undirbúa afgerandi afnám hafta á fjármagnsútflæði litið dagsins ljós áður en ný áætlun um afnám gjaldeyrishafta verður kynnt „að því gefnu að ekki komi fram lagalegar eða aðrar hindranir. Hér gæti verið um að ræða aðgerðir til að leyfa, gegnum skipulögð uppboð, skipti á löglega fengnum aflandskrónum fyrir löglegar erlendar eignir innlendra aðila. Einnig kæmi til greina að leyfa fjárfestingu löglega fenginna aflandskróna í sérstökum langtíma verkefnum eða öðrum sértækum verkefnum á Íslandi." Að lokum segir: „Að gefnu því að það gæti dregist til áramóta að bæta úr hugsanlegri vöntun á eigin fé í bankakerfinu, þá er ekki raunhæft að ætla að önnur skref en þau sem lýst var í lið 7 verði stigin til að aflétta höftum á útflæði fjármagns fyrir árslok. Auk þess verða engin slík skref stigin áður en endurskoðuð áætlun hefur verið kunngerð. Ennfremur verða engar grundvallarbreytingar á núverandi reglum gerðar fyrr en í mars 2011 þótt endurskoðuð áætlun verði tilbúin fyrir þann tíma. Undanskildar eru reglur sem nauðsynlegar kunna að reynast til að framkvæma þá aðgerð sem rædd var í lið 7."Yfirlýsinginuna má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að þrjú meginskilyrði þurfi að uppfylla áður en til afnáms gjaldeyrishafta kemur. Tvö þessara skilyrða hafa þegar verið uppfyllt en þriðja skilyrðið, sem er traust fjármálakerfi, er enn ekki til staðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem seðlabankastjóri sendi frá sér í dag. Már bendir á að skilyrðin fyrir afnámi haftanna séu nokkur en þrjú séu mikilvægust. Þau eru þjóðhagslegur stöðugleiki, traust fjármálakerfi og nægilegur gjaldeyrisforði. „Tvö af þessum skilyrðum hafa verið uppfyllt, en traust fjármálakerfi er ekki fyrir hendi, að hluta til vegna óvissu um eiginfjárstöðu bankakerfisins í kjölfar tveggja hæstaréttardóma. Í síðustu viljayfirlýsingu sinni til AGS skuldbundu stjórnvöld sig til að grípa til viðeigandi ráðstafana af þessu tilefni til að endurfjármagna bankakerfið fyrir áramót ef á þyrfti að halda. Þetta er nauðsynleg forsenda þess að fjármálakerfið teljist traust en þarf ekki endilega að vera nægjanleg," segir Már í yfirlýsingunni. Að sögn Más gætu aðgerðir til að undirbúa afgerandi afnám hafta á fjármagnsútflæði litið dagsins ljós áður en ný áætlun um afnám gjaldeyrishafta verður kynnt „að því gefnu að ekki komi fram lagalegar eða aðrar hindranir. Hér gæti verið um að ræða aðgerðir til að leyfa, gegnum skipulögð uppboð, skipti á löglega fengnum aflandskrónum fyrir löglegar erlendar eignir innlendra aðila. Einnig kæmi til greina að leyfa fjárfestingu löglega fenginna aflandskróna í sérstökum langtíma verkefnum eða öðrum sértækum verkefnum á Íslandi." Að lokum segir: „Að gefnu því að það gæti dregist til áramóta að bæta úr hugsanlegri vöntun á eigin fé í bankakerfinu, þá er ekki raunhæft að ætla að önnur skref en þau sem lýst var í lið 7 verði stigin til að aflétta höftum á útflæði fjármagns fyrir árslok. Auk þess verða engin slík skref stigin áður en endurskoðuð áætlun hefur verið kunngerð. Ennfremur verða engar grundvallarbreytingar á núverandi reglum gerðar fyrr en í mars 2011 þótt endurskoðuð áætlun verði tilbúin fyrir þann tíma. Undanskildar eru reglur sem nauðsynlegar kunna að reynast til að framkvæma þá aðgerð sem rædd var í lið 7."Yfirlýsinginuna má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira