Ekki meiri pressa á Vettel á heimavelli 21. júlí 2010 10:44 Vettel keyrði á sýningu á heimaslóðum sínum í Heppenheim í Þýskalandi á dögunum. Mynd: Getty Images Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel gladdi á dögunum landa sína í Heppenheim, þar sem hann er borinn og barnfæddur, en um helgina keppir hann á Hockenheim brautinni í Þýskalandi. Vettel er efstur þýskra ökumana í stigamótinu og einn af sex þýskum sem keppa á heimavelli. Vettel er 23 ára gamall og getur orðið yngsti meistari sögunnar ef vel gengur á árinu, en hann er í fjórða sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Lewis Hamilton, Jenson Button og Mark Webber. "Það er ekkert meiri pressa á mér á heimavelli. Ef eitthvað, þá færir heimavöllurinn mér meiri áræðni, þannig að ég geti kreist 0.1-0.2 sekúndur á hring út úr sjálfrum mér og bílnum vegna stuðningsins", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. "Við erum með öflugan bíl og ættum að geta gert góða hluti. Á heimavelli er maður með stuðning fólksins og slíkt gleymist ekki. Ég vona að við getum haft samskonar stemmningu og á Silverstone og ég hlakka til heimavallarins. Það er gaman að sjá ástríðuna hjá áhorfendum og þetta er eitt af mótunum sem mér finnst sérstakt", sagði Vettel. Í síðustu keppni varð uppákoma innan Red Bull liðsins milli Mark Webber og stjórnenda liðsins, en allt er fallið í ljúfa löð og bæði ökumenn liðsins og stjórnendur ganga til leiks sáttir við stöðuna, en Red Bull er í öðru sæti í stigamótinu og í þriðja og fjórða sæti í stigamóti ökumanna. Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel gladdi á dögunum landa sína í Heppenheim, þar sem hann er borinn og barnfæddur, en um helgina keppir hann á Hockenheim brautinni í Þýskalandi. Vettel er efstur þýskra ökumana í stigamótinu og einn af sex þýskum sem keppa á heimavelli. Vettel er 23 ára gamall og getur orðið yngsti meistari sögunnar ef vel gengur á árinu, en hann er í fjórða sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Lewis Hamilton, Jenson Button og Mark Webber. "Það er ekkert meiri pressa á mér á heimavelli. Ef eitthvað, þá færir heimavöllurinn mér meiri áræðni, þannig að ég geti kreist 0.1-0.2 sekúndur á hring út úr sjálfrum mér og bílnum vegna stuðningsins", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. "Við erum með öflugan bíl og ættum að geta gert góða hluti. Á heimavelli er maður með stuðning fólksins og slíkt gleymist ekki. Ég vona að við getum haft samskonar stemmningu og á Silverstone og ég hlakka til heimavallarins. Það er gaman að sjá ástríðuna hjá áhorfendum og þetta er eitt af mótunum sem mér finnst sérstakt", sagði Vettel. Í síðustu keppni varð uppákoma innan Red Bull liðsins milli Mark Webber og stjórnenda liðsins, en allt er fallið í ljúfa löð og bæði ökumenn liðsins og stjórnendur ganga til leiks sáttir við stöðuna, en Red Bull er í öðru sæti í stigamótinu og í þriðja og fjórða sæti í stigamóti ökumanna.
Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira