Fær enn hundruð milljóna fyrir að reka eignir Straums Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. október 2010 18:45 Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, fær enn hundruð milljóna króna umsýsluþóknun árlega fyrir að reka eignir Straums Burðaráss, sem í slitameðferð. Um er að ræða sjóðinn Novator One, en Straumur setti fyrst peninga í sjóðinn í maí 2005. Heimildir herma að Straumur hafi sett alls um 200 milljónir evra í sjóðinn, en það jafngildir þrjátíu og einum milljarði króna. Heimildarmenn fréttastofu sem gagnrýna þetta fyrirkomulag segja að um útvistun hafi verið að ræða. Straumur hafi þannig fært hluta af efnahagsreikningi sínum til Novators sem reiknaði sér tekjur af eignunum og gerir í raun enn. Þess má geta að á annað hundrað starfsmenn unnu hjá Straumi á þessum tíma, árunum fyrir hrun, en margir hverjir voru sérfræðingar í markaðsviðskiptum, umbreytingu fyrirtækja o.fl. Aldrei hefur verið upplýst hversu mikið hefur verið greitt út úr Novator One sjóðnum til Novators. Þá liggur ekki fyrir hversu mikið Straumur greiðir Novator mikið árlega í umsýsluþóknun. Fréttastofa óskaði í dag eftir upplýsingum um umsýsluþóknunina hjá Ragnhildi Sverrisdóttur, talsmanni Novators. Hún staðfesti að Novator fengi slíka þóknun, en vildi ekki gefa hana upp. Miðað við eignastöðu sjóðsins hljóp þóknunin á hundruðum milljóna króna árlega, og gerir í raun enn, en samkvæmt glærukynningu frá Novator sem fréttastofa hefur undir höndum var umsýslugjald 2 prósent, greitt út 1. febrúar ár hvert. Samkvæmt samkomulaginu átti Novator einnig að fá 20 prósent af hagnaðinum. „Það er rétt að Straumur er eini fjárfestirinn í Novator One. Straumur fjárfesti í Novator One í maí 2005, en á þeim tíma áttu Björgólfur Thor og Novator aðeins lítinn hlut í Straumi, áttu ekki fulltrúa í stjórn og komu ekki á neinn hátt að rekstri bankans," segir Ragnhildur. Hún segir að sú þóknun sem Novator fái fyrir að stýra eignunum tíðkist hjá öllum öðrum verðbréfa- og fjárfestingasjóðum heims. „Slík þóknun stendur undir rekstri, launum starfsfólksins sem eignunum stýrir og öðrum álíka kostnaði. Ef vel gengur getur eignastýring, sem önnur atvinnustarfssemi, skilað hagnaði," segir Ragnhildur. Óttar Pálsson, forstjóri Straums, sagðist í samtali við fréttastofu í dag ekki vilja gefa upp hvað Novator fengi greitt í umsýsluþóknun vegna Novator One. Aðspurður hvort kröfuhafar Straums hefðu gert athugasemdir við það að fyrrverandi hluthafi bankans fengi umsýsluþóknun fyrir að stýra eignum hans sagðist Óttar ekki vita til þess að neinn kröfuhafi Straums hafi gert athugasemdir við þetta fyrirkomulag. Óttar sagði hins vegar að Straumur væri bundinn af gerðum samningum, þessir samningar hafi verið gerðir og félagið væri bundið af þeim. Óttar sagði að ekkert óeðlilegt væri við viðskipti Straums við fyrrverandi eiganda sinn, Björgólf Thor Björgólfsson. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, fær enn hundruð milljóna króna umsýsluþóknun árlega fyrir að reka eignir Straums Burðaráss, sem í slitameðferð. Um er að ræða sjóðinn Novator One, en Straumur setti fyrst peninga í sjóðinn í maí 2005. Heimildir herma að Straumur hafi sett alls um 200 milljónir evra í sjóðinn, en það jafngildir þrjátíu og einum milljarði króna. Heimildarmenn fréttastofu sem gagnrýna þetta fyrirkomulag segja að um útvistun hafi verið að ræða. Straumur hafi þannig fært hluta af efnahagsreikningi sínum til Novators sem reiknaði sér tekjur af eignunum og gerir í raun enn. Þess má geta að á annað hundrað starfsmenn unnu hjá Straumi á þessum tíma, árunum fyrir hrun, en margir hverjir voru sérfræðingar í markaðsviðskiptum, umbreytingu fyrirtækja o.fl. Aldrei hefur verið upplýst hversu mikið hefur verið greitt út úr Novator One sjóðnum til Novators. Þá liggur ekki fyrir hversu mikið Straumur greiðir Novator mikið árlega í umsýsluþóknun. Fréttastofa óskaði í dag eftir upplýsingum um umsýsluþóknunina hjá Ragnhildi Sverrisdóttur, talsmanni Novators. Hún staðfesti að Novator fengi slíka þóknun, en vildi ekki gefa hana upp. Miðað við eignastöðu sjóðsins hljóp þóknunin á hundruðum milljóna króna árlega, og gerir í raun enn, en samkvæmt glærukynningu frá Novator sem fréttastofa hefur undir höndum var umsýslugjald 2 prósent, greitt út 1. febrúar ár hvert. Samkvæmt samkomulaginu átti Novator einnig að fá 20 prósent af hagnaðinum. „Það er rétt að Straumur er eini fjárfestirinn í Novator One. Straumur fjárfesti í Novator One í maí 2005, en á þeim tíma áttu Björgólfur Thor og Novator aðeins lítinn hlut í Straumi, áttu ekki fulltrúa í stjórn og komu ekki á neinn hátt að rekstri bankans," segir Ragnhildur. Hún segir að sú þóknun sem Novator fái fyrir að stýra eignunum tíðkist hjá öllum öðrum verðbréfa- og fjárfestingasjóðum heims. „Slík þóknun stendur undir rekstri, launum starfsfólksins sem eignunum stýrir og öðrum álíka kostnaði. Ef vel gengur getur eignastýring, sem önnur atvinnustarfssemi, skilað hagnaði," segir Ragnhildur. Óttar Pálsson, forstjóri Straums, sagðist í samtali við fréttastofu í dag ekki vilja gefa upp hvað Novator fengi greitt í umsýsluþóknun vegna Novator One. Aðspurður hvort kröfuhafar Straums hefðu gert athugasemdir við það að fyrrverandi hluthafi bankans fengi umsýsluþóknun fyrir að stýra eignum hans sagðist Óttar ekki vita til þess að neinn kröfuhafi Straums hafi gert athugasemdir við þetta fyrirkomulag. Óttar sagði hins vegar að Straumur væri bundinn af gerðum samningum, þessir samningar hafi verið gerðir og félagið væri bundið af þeim. Óttar sagði að ekkert óeðlilegt væri við viðskipti Straums við fyrrverandi eiganda sinn, Björgólf Thor Björgólfsson.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira