Íslendingar langt í frá einir að glíma við vaxandi skuldir 23. mars 2010 11:59 Heildarskuldir hins opinbera í lok síðasta árs námu 1.176 milljörðum kr. sem jafngildir 78% af landsframleiðslu. Þetta er auðvitað slæm staða en ekki má þó gleyma því að Ísland er langt því frá eina ríkið sem glímir við vaxandi skuldir um þessar mundir.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að ríkisjóður búi sem betur fer að því að skuldastaðan fyrir hrun var góð, sem gerir það að verkum að þrátt fyrir miklan viðsnúning frá 2007, þegar staðan var jákvæð um 4%, og stóru áföll er nettóskuldastaðan ekki verri í hlutfalli við landsframleiðslu en gengur og gerist í helstu iðnríkjum í kringum okkur.Af löndum með áþekkt hlutfall og Ísland má t.d. nefna Bandaríkin, Þýskaland og Portúgal en í þessum löndum líkt og svo víða annars staðar hefur staðan farið versnandi í kjölfar kreppunnar.Það er dýrt að eiga við fjármálakreppu og skuldirnar hlaðast upp víðar en á Íslandi. Ekki þarf að horfa lengra en til Grikklands til að sjá það, en margir hafa áhyggjur af því að ástandið í Grikklandi sé aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal í öðrum evruríkjum.John Lipsky, sem er einn af framkvæmdarstjórum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), gerði vaxandi skuldir að umtalsefni sínu á ráðstefnu í Peking um síðustu helgi. Lipsky sagði m.a. að mörg þróuð iðnvædd hagkerfi glímdu nú við versnandi skuldastöðu hins opinbera og að útlit væri fyrir að öll G7 ríkin að Kanada og Þýskalandi undanskildum myndu sjá heildarskuldir fara upp að eða jafnvel yfir 100% af landsframleiðslu fyrir árið 2014.Hér er átt við brúttó skuldastöðu án þess að tillit sé tekið til eigna. Ástandið yrði þá svipað og það varð á árunum eftir seinni heimstyrjöld. Til samanburðar þá var meðaltal heildarskulda iðnríkja 75% af landsframleiðslu í lok árs 2007 en AGS gerir ráð fyrir að þetta meðaltal verði 110% árið 2014.Lipsky sagði að þrátt fyrir að aðeins tíundi hluti þessarar skuldasöfnunar væri tilkominn vegna aðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til í þeim tilgangi að mýkja áhrif fjármálakreppunnar yrði vandasamt að vinda ofan af þessum aðgerðum. Lipsky sagði einnig að óheppilegt væri að samhliða því sem mörg þróuð ríki glími nú við vaxandi skuldir er hlutfall aldraðra að hækka og kostnaður við heilbrigðisþjónustu því að vaxa.Þessar krefjandi aðstæður sem framundan eru munu setja marga ríkisstjórnina í erfiða aðstöðu en Lipsky telur að mikilvægt sé að endurskoða eftirlauna- og heilbrigðismál á næstu misserum. Hér er rétt að halda því til haga að staða Íslands til lengri tíma litið er sterkari en flestra annarra iðnríkja hvað það varðar að meðalaldur er hér í lægra lagi auk þess sem íslenska lífeyriskerfið er að nánast að fullu fjármagnað, öfugt við það sem víða er raunin. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Heildarskuldir hins opinbera í lok síðasta árs námu 1.176 milljörðum kr. sem jafngildir 78% af landsframleiðslu. Þetta er auðvitað slæm staða en ekki má þó gleyma því að Ísland er langt því frá eina ríkið sem glímir við vaxandi skuldir um þessar mundir.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að ríkisjóður búi sem betur fer að því að skuldastaðan fyrir hrun var góð, sem gerir það að verkum að þrátt fyrir miklan viðsnúning frá 2007, þegar staðan var jákvæð um 4%, og stóru áföll er nettóskuldastaðan ekki verri í hlutfalli við landsframleiðslu en gengur og gerist í helstu iðnríkjum í kringum okkur.Af löndum með áþekkt hlutfall og Ísland má t.d. nefna Bandaríkin, Þýskaland og Portúgal en í þessum löndum líkt og svo víða annars staðar hefur staðan farið versnandi í kjölfar kreppunnar.Það er dýrt að eiga við fjármálakreppu og skuldirnar hlaðast upp víðar en á Íslandi. Ekki þarf að horfa lengra en til Grikklands til að sjá það, en margir hafa áhyggjur af því að ástandið í Grikklandi sé aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal í öðrum evruríkjum.John Lipsky, sem er einn af framkvæmdarstjórum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), gerði vaxandi skuldir að umtalsefni sínu á ráðstefnu í Peking um síðustu helgi. Lipsky sagði m.a. að mörg þróuð iðnvædd hagkerfi glímdu nú við versnandi skuldastöðu hins opinbera og að útlit væri fyrir að öll G7 ríkin að Kanada og Þýskalandi undanskildum myndu sjá heildarskuldir fara upp að eða jafnvel yfir 100% af landsframleiðslu fyrir árið 2014.Hér er átt við brúttó skuldastöðu án þess að tillit sé tekið til eigna. Ástandið yrði þá svipað og það varð á árunum eftir seinni heimstyrjöld. Til samanburðar þá var meðaltal heildarskulda iðnríkja 75% af landsframleiðslu í lok árs 2007 en AGS gerir ráð fyrir að þetta meðaltal verði 110% árið 2014.Lipsky sagði að þrátt fyrir að aðeins tíundi hluti þessarar skuldasöfnunar væri tilkominn vegna aðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til í þeim tilgangi að mýkja áhrif fjármálakreppunnar yrði vandasamt að vinda ofan af þessum aðgerðum. Lipsky sagði einnig að óheppilegt væri að samhliða því sem mörg þróuð ríki glími nú við vaxandi skuldir er hlutfall aldraðra að hækka og kostnaður við heilbrigðisþjónustu því að vaxa.Þessar krefjandi aðstæður sem framundan eru munu setja marga ríkisstjórnina í erfiða aðstöðu en Lipsky telur að mikilvægt sé að endurskoða eftirlauna- og heilbrigðismál á næstu misserum. Hér er rétt að halda því til haga að staða Íslands til lengri tíma litið er sterkari en flestra annarra iðnríkja hvað það varðar að meðalaldur er hér í lægra lagi auk þess sem íslenska lífeyriskerfið er að nánast að fullu fjármagnað, öfugt við það sem víða er raunin.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira