Barrichello setur markið hærra 8. júlí 2010 14:24 Rubens Barrichello ekur hjá Williams, en var í meistaraliði Brawn í fyrra. Mynd: Getty Images Rubens Barrichello vonast eftir góðum árangri á Williams á heimavelli liðsins á Silverstone um helgina. Williams hefur ekki landað sigri í mörg herrans ár, en hefur unnið marga meistaratitila gegnum tíðina. Williams er staðsett í Bretlandi eins og sjö önnur keppnislið og heimavöllurinn því kærkominn, en liðið mætir með endurbættann bíl á brautina eftir betri frammistöðu í síðustu keppni, en oft áður á þessu ári. Barrichello varð fjórði í keppninni í Valencia. Í fyrra vann hann það mót með Brawn, en flutti sig yfir til Williams í ár. "Þetta var gott fyrir liðsandann, en við þurfum að skila okkur ofar", sagði Barrichelli í frétt frá Silverstone brautinni á autosport.com um góðan árangur Williams í Valencia. "Bíllinn breyttist fyrir mótið í Montreal, en okkur gekk ekki sérlega vel, en það gekk betur í Valencia. Hann ætti að verða enn betri hérna. Það er erfitt að meta hvort bíllinn verður 0.4-0.5 sekúndum sneggri en áður. Bíllinn er allt í lagi á háhraðabrautum, en ekki frábær. Það gæti batnað núna." "Það er markmið okkar að ná einu af tíu efstu sætunum í tímatökun út tímabilið og ná í eitt af sex efstu sætunum í mótunum sjálfum. Það er markmiðið til loka ársins", sagði Barrichello. Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Rubens Barrichello vonast eftir góðum árangri á Williams á heimavelli liðsins á Silverstone um helgina. Williams hefur ekki landað sigri í mörg herrans ár, en hefur unnið marga meistaratitila gegnum tíðina. Williams er staðsett í Bretlandi eins og sjö önnur keppnislið og heimavöllurinn því kærkominn, en liðið mætir með endurbættann bíl á brautina eftir betri frammistöðu í síðustu keppni, en oft áður á þessu ári. Barrichello varð fjórði í keppninni í Valencia. Í fyrra vann hann það mót með Brawn, en flutti sig yfir til Williams í ár. "Þetta var gott fyrir liðsandann, en við þurfum að skila okkur ofar", sagði Barrichelli í frétt frá Silverstone brautinni á autosport.com um góðan árangur Williams í Valencia. "Bíllinn breyttist fyrir mótið í Montreal, en okkur gekk ekki sérlega vel, en það gekk betur í Valencia. Hann ætti að verða enn betri hérna. Það er erfitt að meta hvort bíllinn verður 0.4-0.5 sekúndum sneggri en áður. Bíllinn er allt í lagi á háhraðabrautum, en ekki frábær. Það gæti batnað núna." "Það er markmið okkar að ná einu af tíu efstu sætunum í tímatökun út tímabilið og ná í eitt af sex efstu sætunum í mótunum sjálfum. Það er markmiðið til loka ársins", sagði Barrichello.
Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira