Viðskipti innlent

Marel ræðir við alþjóðlega banka um fjármögnun

Marel á í formlegum viðræðum við takmarkaðan fjölda alþjóðlegra banka um fjármögnun fyrirtækisins.

Í tilkynningu segir að fyrirtækið stefni að nýrri, stöðugri og hagkvæmari fjármögnun til lengri tíma litið. Slík fjármögnun auðveldar frekari samþættingu á starfsemi fyrirtækisins.

Fyrirhuguð fjármögnun er háð ákveðnum skilyrðum. Í tengslum við þetta ferli mun fyrirtækið hefja viðræður við skuldabréfaeigendur (MARL 06 1 og MARL 09 1) um hugsanlega uppgreiðslu bréfanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×