Framkvæmdastjóri Kjöríss maður ársins í íslensku atvinnulífi 28. desember 2010 18:29 Valdimar Hafsteinsson. Valdimar Hafsteinsson, 44 ára framkvæmdastjóri Kjöríss í Hveragerði, er maður ársins 2010 í íslensku atvinnulífi, að mati Frjálsrar verslunar. Valdimar hlýtur þennan heiður fyrir mikla fagmennsku í rekstri, ráðdeild, dugnað, hófsemi og útsjónarsemi sem gert hefur Kjörís að stöndugu og framúrskarandi fyrirtæki og einhverju þekktasta vörumerki landsins. Valdimar hefur verið framkvæmdastjóri Kjöríss í samfellt sextán ár og byggt fyrirtækið upp ásamt systkinum sínum og móður eftir að faðir hans - og einn stofnenda Kjöríss - Hafsteinn Kristinsson féll skyndilega frá 1993, aðeins 59 ára að aldri. Kjörís er 41 árs fjölskyldufyrirtæki og að því stendur vandað og traust fólk sem átt hefur fyrirtækið frá upphafi. Það byggir eingöngu á innri vexti og hefur aldrei yfirtekið annað fyrirtæki. Í stjórn Kjöríss sitja fjórar konur og einn karlmaður. Velta þess á síðasta ári var 902 milljónir og hagnaður fyrir skatta 43 milljónir. Það skuldar lítið og er með sterkt eiginfjárhlutfall, 59%. Kjörís fór afar varlega í útlánabólunni á árunum 2003 til 2007 og býr að því núna. Á sama tíma eru skuldir næstum sjö þúsund lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi í ólagi eftir hrunið og þarfnast endurfjármögnunar. Kjörís er eitt þekktasta vörumerki landsins og er með um það bil 260 vörunúmer og framleiðir sjálft um 160 vörutegundir af ís. Kjörís er fjórði stærsti vinnuveitandinn í Hveragerði. Það ríkir gagnkvæm virðing og hollusta á milli fyrirtækisins og starfsmanna. Við hrunið ákvað fyrirtækið að segja engum upp, lækka engin laun og minnka ekki starfshlutfallið hjá neinum. Fjölskyldunni hafa borist mörg glæsileg kauptilboð í fyrirtækið en hún hefur hafnað þeim öllum; þetta er þeirra fag og við þetta vill fjölskyldan starfa. Eiginkona Valdimars er Sigrún Kristjánsdóttir ljósmóðir og eiga þau þrjú börn, tvíburana Hafstein og Kristján og Guðbjörgu. Verðlaunin verða afhent formlega á morgun, miðvikudag, 29. desember, kl. 16:00 á Hótel Sögu, í veislu sem Frjáls verslun heldur Valdimar til heiðurs. Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Valdimar Hafsteinsson, 44 ára framkvæmdastjóri Kjöríss í Hveragerði, er maður ársins 2010 í íslensku atvinnulífi, að mati Frjálsrar verslunar. Valdimar hlýtur þennan heiður fyrir mikla fagmennsku í rekstri, ráðdeild, dugnað, hófsemi og útsjónarsemi sem gert hefur Kjörís að stöndugu og framúrskarandi fyrirtæki og einhverju þekktasta vörumerki landsins. Valdimar hefur verið framkvæmdastjóri Kjöríss í samfellt sextán ár og byggt fyrirtækið upp ásamt systkinum sínum og móður eftir að faðir hans - og einn stofnenda Kjöríss - Hafsteinn Kristinsson féll skyndilega frá 1993, aðeins 59 ára að aldri. Kjörís er 41 árs fjölskyldufyrirtæki og að því stendur vandað og traust fólk sem átt hefur fyrirtækið frá upphafi. Það byggir eingöngu á innri vexti og hefur aldrei yfirtekið annað fyrirtæki. Í stjórn Kjöríss sitja fjórar konur og einn karlmaður. Velta þess á síðasta ári var 902 milljónir og hagnaður fyrir skatta 43 milljónir. Það skuldar lítið og er með sterkt eiginfjárhlutfall, 59%. Kjörís fór afar varlega í útlánabólunni á árunum 2003 til 2007 og býr að því núna. Á sama tíma eru skuldir næstum sjö þúsund lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi í ólagi eftir hrunið og þarfnast endurfjármögnunar. Kjörís er eitt þekktasta vörumerki landsins og er með um það bil 260 vörunúmer og framleiðir sjálft um 160 vörutegundir af ís. Kjörís er fjórði stærsti vinnuveitandinn í Hveragerði. Það ríkir gagnkvæm virðing og hollusta á milli fyrirtækisins og starfsmanna. Við hrunið ákvað fyrirtækið að segja engum upp, lækka engin laun og minnka ekki starfshlutfallið hjá neinum. Fjölskyldunni hafa borist mörg glæsileg kauptilboð í fyrirtækið en hún hefur hafnað þeim öllum; þetta er þeirra fag og við þetta vill fjölskyldan starfa. Eiginkona Valdimars er Sigrún Kristjánsdóttir ljósmóðir og eiga þau þrjú börn, tvíburana Hafstein og Kristján og Guðbjörgu. Verðlaunin verða afhent formlega á morgun, miðvikudag, 29. desember, kl. 16:00 á Hótel Sögu, í veislu sem Frjáls verslun heldur Valdimar til heiðurs.
Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur