Kröfur á Kjalar afskrifaðar í efnahagsreikningi Arion banka Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. febrúar 2010 12:05 Ólafur Ólafsson. Skuldir Kjalars við Arion banka hafa verið afskrifaðar að nánast öllu leyti í bókum Arion banka en fyrirtækið skuldaði bankanum 88 milljarða króna á núvirði. Taka ber skýrt fram að þetta þýðir ekki að bankinn mun ekki að reyna að efna kröfuna á Kjalar. Samkvæmt lánabók Kaupþings banka skulduðu félög tengd Ólafi Ólafssyni alls 115 milljarða króna í september 2008. Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að skuldir Kjalars við Arion banka, sem voru 88 milljarðar króna, hafi nú verið afskrifaðar nánast að öllu leyti í efnahagsreikningi bankans. Áttatíu og átta milljarðar króna eru í grófum dráttum jafnvirði 2500 fjögurra herbergja íbúða á góðum stað í Reykjavík. Félag Ólafs og stjórnenda Samskipa, SMT Partners BV, gerði nýlega samning um endurskipulagningu Samskipa sem fól í sér að fyrirtækið eignaðist Samskip gegn því að leggja fram nokkuð hundruð milljónir króna. SMT Partners er skráð í Hollandi og þaðan er viðskeytið B.V til komið en hlutafélög þar í landi eru skráð með þessum hætti. Ekki er óeðlilegt að almenningur velti því nú fyrir sér hvers vegna Ólafur, sem hefur stöðu sakbornings í rannsókn sérstaks saksóknara á hlutabréfakaupum sjeiksins Al-Thani í Kaupþingi, hafi fengið að kaupa Samskip á meðan bankinn gerir ekki ráð fyrir að fá neitt upp í 88 milljarða króna kröfu á hendur félagi í hans eigu. Arion banki hefur svarað þessu til þannig að í tilfelli Samskipa hafi engar skuldir verið afskrifaðar og að um hafi verið að ræða ferli sem fól í sér aðkomu margra kröfuhafa sem hafi talið hag sínum best borgið með þeirri niðurstöðu að afhenda Ólafi Samskip á ný. Endurskipulagningarferli Samskipa var leitt af Fortis-bankanum sem átti veðtryggðar kröfur á Samskip. Samskip fékk lán hjá Kaupþingi á sínum tíma sem var ekki jafn vel veðtryggt og lán Fortis-banka, en um var að ræða tengda aðila þar sem eigandi Samskipa, Ólafur Ólafsson, var næststærsti hluthafi Kaupþings. Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Skuldir Kjalars við Arion banka hafa verið afskrifaðar að nánast öllu leyti í bókum Arion banka en fyrirtækið skuldaði bankanum 88 milljarða króna á núvirði. Taka ber skýrt fram að þetta þýðir ekki að bankinn mun ekki að reyna að efna kröfuna á Kjalar. Samkvæmt lánabók Kaupþings banka skulduðu félög tengd Ólafi Ólafssyni alls 115 milljarða króna í september 2008. Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að skuldir Kjalars við Arion banka, sem voru 88 milljarðar króna, hafi nú verið afskrifaðar nánast að öllu leyti í efnahagsreikningi bankans. Áttatíu og átta milljarðar króna eru í grófum dráttum jafnvirði 2500 fjögurra herbergja íbúða á góðum stað í Reykjavík. Félag Ólafs og stjórnenda Samskipa, SMT Partners BV, gerði nýlega samning um endurskipulagningu Samskipa sem fól í sér að fyrirtækið eignaðist Samskip gegn því að leggja fram nokkuð hundruð milljónir króna. SMT Partners er skráð í Hollandi og þaðan er viðskeytið B.V til komið en hlutafélög þar í landi eru skráð með þessum hætti. Ekki er óeðlilegt að almenningur velti því nú fyrir sér hvers vegna Ólafur, sem hefur stöðu sakbornings í rannsókn sérstaks saksóknara á hlutabréfakaupum sjeiksins Al-Thani í Kaupþingi, hafi fengið að kaupa Samskip á meðan bankinn gerir ekki ráð fyrir að fá neitt upp í 88 milljarða króna kröfu á hendur félagi í hans eigu. Arion banki hefur svarað þessu til þannig að í tilfelli Samskipa hafi engar skuldir verið afskrifaðar og að um hafi verið að ræða ferli sem fól í sér aðkomu margra kröfuhafa sem hafi talið hag sínum best borgið með þeirri niðurstöðu að afhenda Ólafi Samskip á ný. Endurskipulagningarferli Samskipa var leitt af Fortis-bankanum sem átti veðtryggðar kröfur á Samskip. Samskip fékk lán hjá Kaupþingi á sínum tíma sem var ekki jafn vel veðtryggt og lán Fortis-banka, en um var að ræða tengda aðila þar sem eigandi Samskipa, Ólafur Ólafsson, var næststærsti hluthafi Kaupþings.
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira