Handbolti

Hamburg vann nauman sigur á nýliðunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Martin Schwalb, þjálfari Hamburg.
Martin Schwalb, þjálfari Hamburg. Nordic Photos / Bongarts

Hamburg er með fimm stiga forystu á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir tveggja marka sigur á nýliðum Ahlen-Hamm í í kvöld, 30-28.

Einar Hólmgeirsson lék ekki með síðarnefnda liðinu í kvöld en Ahlen-Hamm hafði fimm marka forystu í hálfleik, 17-12.

Hamburg skoraði fimm fyrstu mörk síðari hálfleiks og alls ellefu mörk af fyrstu þrettán. Eftir það lét liðið forystuna aldrei af hendi þó svo að heimamenn hafi ekki verið langt undan.

Marcin Lijewski skoraði sjö mörk fyrir Hamburg og Igor Vori sex. Hjá Ahlen-Hamm var Chen Pomeranz markahæstur með sjö mörk.

Hamburg er á toppnum með 36 stig en önnur lið í toppbaráttunni eiga leik til góða. Füchse Berlin getur minnkað muninn aftur í þrjú stig með sigri á Lübbecke.

Ahlen-Hamm er í næstneðsta sæti deildarinnar með átta stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×