Viðskipti innlent

Icelandair tapaði 1,9 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi

Tap Icelandair Group á fyrsta ársfjórðungi ársins eftir skatta var 1,9 milljarðar króna en var 3,6 milljarðar króna á sama tímabili í fyrra. Tap af áframhaldandi starfsemi nam 1,5 milljarði króna á tímabilinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu um uppgjör félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung árins. Þar segir að heildarvelta Icelandair Group var 16,3 milljarðar króna og jókst um 16% frá sama tímabili í fyrra.

Fjármagnskostnaður var 736 milljónir króna samanborið við 555 milljónir króna á sama tímabili í fyrra.

Handbært fé í lok fyrsta ársfjórðungs 2010 var 4,1 milljarðar króna, en var 1,9 milljarður kr. í ársbyrjun.

Heildareignir námu 93,6 milljörðum kr. í lok fyrsta ársfjórðungs 2010 og eiginfjárhlutfall var 14%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×