Viðskipti innlent

Starfsmaður Nordic eMarketing kosinn í stjórn SEMPO

Kristján Már Hauksson starfsmaður og einn eiganda Nordic eMarketing hefur verið kosinn í stjórn SEMPO sem eru stærstu samtök fagaðila í leitarvélamarkaðssetningu. Tæplega 40 manns voru í framboði og voru 13 sæti í boði. Kosið er til tveggja ára í senn og er verður Kristján í stjórn fram í Apríl 2012.

„Þetta er gríðarlegur heiður og mikil viðurkenning" segir Kristján Már í tilkynningu um málið.. „Það eru þegar farnar að berast fyrirspurnir frá ráðstefnuhöldurum um að ég komi og haldi tölu um áhrif Internetsins sem markaðsmiðils"

SEMPO var stofnað árið 2002 og er með um 8000 félaga í 30 löndum og hefur stækkað hratt undanfarinn ár. Félagið vinnur náið með leitarvélunum í þróun markaðsefnis og oftar en ekki eru stjórnendur SEMPO beðnir um að vera í fagstjórn leitarvélanna til ráðgjafar.

Um 70% meðlima SEMPO eru í Bandaríkjunum og er ætlunin að sækja meira í Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku, í raun inn á allar heimsálfurnar.

„Fyrsti stjórnarfundurinn verður haldinn í Arizona núna í lok maí og er því mikið ferðalag framunda" segir Kristján . „Það eru tveir fundir á hverju ári þar sem allir mæta, síðan eru teknir mánaðarlegir fundir í gegnum netið í hverjum mánuði".










Fleiri fréttir

Sjá meira


×