Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics, segir raunverulega hættu á því að Ísland verði fátækt land til frambúðar. Hann gagnrýnir mjög stefnu stjórnvalda í atvinnumálum og segir að atvinnustefnan virðist vera pólitískari í dag en frá því hann var barn.
Hann segir skammtímahugsun ráða för og segir að ráðamenn hafi litið út eins og jólasveinar sem snerust í hringi eftir dóm Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána. Stjórnvöld hafi átt að vera undirbúin fyrir þá niðurstöðu. Það sama gildi um viðbrögð við skuldavanda heimilanna. Jón segir einnig að ekki sé búið að taka til í stjórnsýslunni eftir hrunið. Embættismannakerfið sé í rúst.
Jón hélt erindi á morgunfundi Íslenskra verðbréfa á Hótel Nordica í morgun. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hluta úr ræðu hans.
Jón Daníelsson líkti ráðamönnum við jólasveina
Mest lesið


Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp
Viðskipti innlent

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út
Viðskipti innlent

Skrautleg saga laganna hans Bubba
Viðskipti innlent

Sætta sig ekki við höfnun Kviku
Viðskipti innlent

Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði
Viðskipti innlent

Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum
Viðskipti innlent

Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent

Minnstu sparisjóðirnir sameinast
Viðskipti innlent