Nýju lífi blásið í Ferðamálasamtök höfuðborgarinnar 25. febrúar 2010 11:22 Ný stjórn FSH. Gróa Ásgeirsdóttir, verkefnisstjóri hjá Flugfélagi Íslands, var kjörin nýr formaður Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins (FSH) á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í Salnum í Kópavogi í gær. Alls mættu um 100 manns á fundinn og var einróma vilji fundarmanna að blása lífi í samtökin sem voru stofnuð árið 1988 enda sé bæði þörf og vilji til samstarfs aðila í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. „Þessi fundur markar vonandi nýtt upphaf að FSH og gefur tóninn um það sem koma skal í samstarfi ferðaþjónustuaðila á höfuðborgarsvæðinu. Frábær mæting á aðalfundinn sýnir að þörf er fyrir samtökin og nú er bara að bretta upp ermar og undirbúa komu ferðamanna í höfuðborgina" segir Gróa í tilkynningu um fundinn. Ný stjórn, sem tók við á aðalfundi í gær, ásamt fjölda nýrra meðlima, er á einu máli um nauðsyn þess að stuðla að samvinnu aðila í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins eru samtök sveitarfélaga og ferðaþjóna á höfuðborgarsvæðinu. Tilgangur samtakanna er að vinna að hagsmunamálum aðila í ferðaþjónustu og samræmingu í starfseminni á höfuðborgarsvæðinu. Hlutverk FSH er meðal annars að skipuleggja samstarf aðila innan samtakanna með fræðslu- og útgáfustarfsemi og efla sameiginlega kynningu á höfuðborgarsvæðinu. Vera tengiliður svæðisins við stjórnvöld og ferðamálaráð og ferðamálasamtök Íslands. Auk þess að stuðla að aukinni þjónustustarfsemi við ferðamenn, hafa frumkvæði og ýta undir nýjungar í ferðaþjónustu á svæðinu. Ný stjórn FSH var kjörin á aðalfundi í gær og er stjórnarformaður Gróa Ásgeirsdóttir verkefnisstjóri hjá Flugfélagi Íslands. Fulltrúar sveitarfélagana í stjórn FSH eru eftirfarandi og voru tilnefndir voru fyrir aðalfundinn: Frá Reykjavíkurborg Áslaug Friðriksdóttir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Dofri Hermannsson varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúi Seltjarnarnesbæjar, Sigríður Dögg Auðunsdóttir forstöðumaður kynningarmála hjá Mosfellsbæ, Linda Udengård deildarstjóri menningarmála hjá Kópavogsbæ, Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og Aðalheiður Birna Einarsdóttir Kjósahreppi. Fjórir stjórnarmenn til viðbótar sem koma úr ferðaþjónustugeiranum, voru kjörnir á fundinum: Renato Gruenenfelder framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar, Þórdís Pálsdóttir hjá Reykjavík Hotels, Ingibjörg Guðmundsdóttir Skemmtigarðinum og Þorvaldur Daníelsson hjá Starfsmannafélaginu.com. Á aðalfundi FSH fjallaði Eygerður Margrétardóttir framkvæmdastýra Staðardagskrár 21 hjá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar um umsókn Reykjavíkurborgar að tilnefningu "Green Capital of Europe 2012" og þá möguleika og sóknarfæri sem felast í því að vera "græn borg". Dóra Magnúsdóttir markaðsstjóri Höfuðborgarstofu og stjórnarmaður í Ferðamálasamtökum Íslands (FSÍ) og FSH fór yfir landslag ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu og skýrði frá helstu hlutverkum FSÍ, FSH og samstarfssamningi sveitarfélaganna um markaðs- og kynningarmál auk markaðsstofum landshlutanna og starfsemi Höfuðborgarstofu. Gróa Ásgeirsdóttir fór yfir ýmis hugmyndir tengdar stefnumótun FSH og framtíðaráformum. Til stendur að FSH haldi súpufundi með ferðaþjónustuaðilum á höfuðborgarsvæðinu þar sem skipst verður á skoðunum og grasrótin virkjuð. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Gróa Ásgeirsdóttir, verkefnisstjóri hjá Flugfélagi Íslands, var kjörin nýr formaður Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins (FSH) á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í Salnum í Kópavogi í gær. Alls mættu um 100 manns á fundinn og var einróma vilji fundarmanna að blása lífi í samtökin sem voru stofnuð árið 1988 enda sé bæði þörf og vilji til samstarfs aðila í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. „Þessi fundur markar vonandi nýtt upphaf að FSH og gefur tóninn um það sem koma skal í samstarfi ferðaþjónustuaðila á höfuðborgarsvæðinu. Frábær mæting á aðalfundinn sýnir að þörf er fyrir samtökin og nú er bara að bretta upp ermar og undirbúa komu ferðamanna í höfuðborgina" segir Gróa í tilkynningu um fundinn. Ný stjórn, sem tók við á aðalfundi í gær, ásamt fjölda nýrra meðlima, er á einu máli um nauðsyn þess að stuðla að samvinnu aðila í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins eru samtök sveitarfélaga og ferðaþjóna á höfuðborgarsvæðinu. Tilgangur samtakanna er að vinna að hagsmunamálum aðila í ferðaþjónustu og samræmingu í starfseminni á höfuðborgarsvæðinu. Hlutverk FSH er meðal annars að skipuleggja samstarf aðila innan samtakanna með fræðslu- og útgáfustarfsemi og efla sameiginlega kynningu á höfuðborgarsvæðinu. Vera tengiliður svæðisins við stjórnvöld og ferðamálaráð og ferðamálasamtök Íslands. Auk þess að stuðla að aukinni þjónustustarfsemi við ferðamenn, hafa frumkvæði og ýta undir nýjungar í ferðaþjónustu á svæðinu. Ný stjórn FSH var kjörin á aðalfundi í gær og er stjórnarformaður Gróa Ásgeirsdóttir verkefnisstjóri hjá Flugfélagi Íslands. Fulltrúar sveitarfélagana í stjórn FSH eru eftirfarandi og voru tilnefndir voru fyrir aðalfundinn: Frá Reykjavíkurborg Áslaug Friðriksdóttir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Dofri Hermannsson varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúi Seltjarnarnesbæjar, Sigríður Dögg Auðunsdóttir forstöðumaður kynningarmála hjá Mosfellsbæ, Linda Udengård deildarstjóri menningarmála hjá Kópavogsbæ, Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og Aðalheiður Birna Einarsdóttir Kjósahreppi. Fjórir stjórnarmenn til viðbótar sem koma úr ferðaþjónustugeiranum, voru kjörnir á fundinum: Renato Gruenenfelder framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar, Þórdís Pálsdóttir hjá Reykjavík Hotels, Ingibjörg Guðmundsdóttir Skemmtigarðinum og Þorvaldur Daníelsson hjá Starfsmannafélaginu.com. Á aðalfundi FSH fjallaði Eygerður Margrétardóttir framkvæmdastýra Staðardagskrár 21 hjá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar um umsókn Reykjavíkurborgar að tilnefningu "Green Capital of Europe 2012" og þá möguleika og sóknarfæri sem felast í því að vera "græn borg". Dóra Magnúsdóttir markaðsstjóri Höfuðborgarstofu og stjórnarmaður í Ferðamálasamtökum Íslands (FSÍ) og FSH fór yfir landslag ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu og skýrði frá helstu hlutverkum FSÍ, FSH og samstarfssamningi sveitarfélaganna um markaðs- og kynningarmál auk markaðsstofum landshlutanna og starfsemi Höfuðborgarstofu. Gróa Ásgeirsdóttir fór yfir ýmis hugmyndir tengdar stefnumótun FSH og framtíðaráformum. Til stendur að FSH haldi súpufundi með ferðaþjónustuaðilum á höfuðborgarsvæðinu þar sem skipst verður á skoðunum og grasrótin virkjuð.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira