Viðskipti innlent

Ágætur hagnaður hjá Færeyjabanka í fyrra

Hagnaður Færeyjabanka fyrir skatta nam 135 milljónum danskra kr. eða tæplega 3,2 milljörðum kr, á síðasta ári. Er þetta 34% aukning á hagnaðinum frá árinu áður.

Í tilkynningu um ársuppgjör bankans segir að tekjur af starfsemi hans hafi aukist um 24% á árinu og að eiginfjárhlutfall hans hafi aukist úr 20,6% og í 26,2%. Bankinn þakkar hinn góða árangur varfærinni stefnu sinni á árinu.

Janus Petersen forstjóri Færeyjabanka segir í tilkynningunni að hin varfærna stefna bankans hafi lagt grunninn að töluverðum vexti og hagnaði hjá bankanum á komandi árum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×