Kubica þakklátur öryggiskröfum eftir óhapp 11. júní 2010 12:54 Robert Kubica ekur með Renault, en vann síðasta mótið í Kanada sem fór fram árið 2008. Mynd: Getty Images Formúlu 1 ökumenn keppa í Montreal í Kanada um helgina og Robert Kubica vann þegar keppt var síðast á brautinni. Það var árið 2008 og hann vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1. Árið áður þótti hann heppinn að sleppa með skrámur eftir að hann kútveltist á brautinni. "Ég held mikið upp á götubrautir, en ég huga líka mikið að öryggi því ég hef upplifað óhapp á brautinni, þannig að ég veit að það þarf að vera millivegur", sagði Kubica á fundi með fréttamönnum í Montreal. "Þökk sé FIA og keppnisliðunum, þá er Formúlu 1 mun öruggari og það er því að þakka að ég er hér enn. Ef ég hefði lent í samskonar óhappi fyrir 10 árum, eins og gerðist fyrir 3 árum, þá væri ég trúlega ekki hér." Kubica telur brautina í Kanada skemmtilega og nýtur þess að vera á svæðinu eins og flestir ökumenn. Uppselt er á mótið í Montreal, sem er eins konar blanda af brautinni í Mónakó og Monza að mati Kubica. "Það er mikið um hörkuhemlun sem fellur mér í geð. Ég held að sambland þess hvernig bíll minn er og hvernig brautin er ætti að blandast vel saman og henta mínum akstursstíl", sagði Kubica. Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Formúlu 1 ökumenn keppa í Montreal í Kanada um helgina og Robert Kubica vann þegar keppt var síðast á brautinni. Það var árið 2008 og hann vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1. Árið áður þótti hann heppinn að sleppa með skrámur eftir að hann kútveltist á brautinni. "Ég held mikið upp á götubrautir, en ég huga líka mikið að öryggi því ég hef upplifað óhapp á brautinni, þannig að ég veit að það þarf að vera millivegur", sagði Kubica á fundi með fréttamönnum í Montreal. "Þökk sé FIA og keppnisliðunum, þá er Formúlu 1 mun öruggari og það er því að þakka að ég er hér enn. Ef ég hefði lent í samskonar óhappi fyrir 10 árum, eins og gerðist fyrir 3 árum, þá væri ég trúlega ekki hér." Kubica telur brautina í Kanada skemmtilega og nýtur þess að vera á svæðinu eins og flestir ökumenn. Uppselt er á mótið í Montreal, sem er eins konar blanda af brautinni í Mónakó og Monza að mati Kubica. "Það er mikið um hörkuhemlun sem fellur mér í geð. Ég held að sambland þess hvernig bíll minn er og hvernig brautin er ætti að blandast vel saman og henta mínum akstursstíl", sagði Kubica.
Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira