Viðskipti innlent

Gerir kröfur í 39 prósentum uppboða

Íbúðalánasjóður er í Höfðaborg. Mynd/ GVA.
Íbúðalánasjóður er í Höfðaborg. Mynd/ GVA.
Íbúðalánasjóður á hlutdeild í flestum framhaldsuppboðum heimila, og hefur gert kröfu í ríflega 39 prósent af þeim eignum sem auglýstar hafa verið á framhaldsuppboði það sem af er ári, samkvæmt samantekt miðlunarfyrirtækisins Creditinfo.

Hlutfallið hefur hækkað verulega frá síðasta ári. Á árinu 2009 átti Íbúðalánasjóður kröfu í tæplega 28 prósent þeirra eigna sem auglýstar voru á framhaldsuppboði.

Aukningin er einnig umtalsverð hjá öðrum kröfuhöfum, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Rétt er að benda á að tryggingarfélög gera yfirleitt kröfu vegna brunabótatryggingar og opinberir aðilar vegna fasteignagjalda, samkvæmt upplýsingum frá Creditinfo.

Framhaldsuppboð er síðasta uppboðið í nauðungaruppboðsferlinu, og endar með því að eignin sem boðin er upp er seld hæstbjóðanda. Upplýsingar Creditinfo byggja á auglýsingum um uppboð, en í sumum tilvikum tekst að semja um skuldirnar áður en uppboðið fer fram.- bj








Fleiri fréttir

Sjá meira


×