Frumtak fjárfestir í Meniga fyfir 90 milljónir 16. apríl 2010 14:02 Frá vinstri : Svana Gunnarsdóttir, Viggó Ásgeirsson, Eggert Claessen, Helga Valfells og Ásgeir Örn Ásgeirsson Frumtak hefur fest kaup á hlut í Meniga ehf. Umfang viðskiptanna nemur 90 milljónum kr. að því er segir í tilkynningu um málið. Meniga var stofnað í byrjun síðasta árs til að þróa veflausnir sem eru sérhannaðar til að aðstoða fólk við að stjórna heimilisfjármálunum og nýta peningana sína sem best. Vefur Meniga, www.meniga.is, fór í loftið á Íslandi í desember 2009 í samstarfi við Íslandsbanka og hefur fengið frábærar viðtökur. Notendur eru nú þegar yfir 7.000 og flestir þeirra heimsækja vefinn reglulega. Samkvæmt þjónustukönnunum eru yfir 80% notenda ánægðir eða hæstánægðir með lausnina og segjast munu nota hana reglulega í framtíðinni. Hugbúnaður Meniga hefur frá upphafi verið þróaður með stærri markaði í Evrópu í huga og hefur Meniga nýlega hafið sölustarf erlendis en söludeild Meniga er í Stokkhólmi. „Meniga er áhugavert fyrirtæki fyrir Frumtak" segir dr. Eggert Claessen, framkvæmdastjóri Frumtaks. „Meniga hefur á stuttum tíma náð frábærum árangri í framsetningu á fjármálaupplýsingum heimila og einstaklinga. Það er aldrei mikilvægara en nú að gera einstaklingum kleift að fá sem bestar upplýsingar um fjármál sín og hvernig sé best að stýra þeim. Við væntum mikils af fyrirtækinu og erum sérstaklega áhugasöm að sjá fyrirtækið nýta sérþekkingu sína í sölu á fjármálalausnum sínum á erlendum mörkuðum. Þarna eru mikil tækifæri sem hægt er að nýta með því fjármagni sem fyrirtækið hefur fengið með aðkomu Frumtaks". „Við sjáum mikil tækifæri í að selja lausnina til banka í Evrópu enda er Meniga eitt fyrsta fyrirtækið til að bjóða upp á nýja kynslóð heimilisfjármálalausna sem eru sérhannaðar fyrir evrópskar aðstæður," segir Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Meniga. „Það er mikil eftirspurn eftir kerfinu í núverandi efnahagsástandi og það hjálpar okkur líka að hafa þróunarmiðstöð og tilraunamarkað á Íslandi enda eru heimilisfjármál hér mjög í brennidepli og erlendir viðskiptabankar eru áhugasamir um lausnir sem spretta úr íslenskum aðstæðum. Söluferlar eru hins vegar langir og það er ljóst að samstarf Meniga og Frumtaks mun gera Meniga kleift að setja þann kraft í sölu og markaðssetningu erlendis sem þarf til að auka verulega líkur á árangri". Frumtak er samlagssjóður í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, sex af stærstu lífeyris-sjóðum landsins og þriggja banka. Frumtak fjárfestir í nýsköpunar¬fyrirtækjum sem þykja vænleg til vaxtar og útrásar. Markmið Frumtaks er að byggja upp öflug fyrirtæki sem geta verið leiðandi á sínu sviði og um leið skilað góðri ávöxtun til fjárfesta. Frumtak fjárfestir í fyrirtækjum sem eru komin af klakstigi og er áskilið að fyrir liggi ítarlegar viðskiptaáætlanir. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Frumtak hefur fest kaup á hlut í Meniga ehf. Umfang viðskiptanna nemur 90 milljónum kr. að því er segir í tilkynningu um málið. Meniga var stofnað í byrjun síðasta árs til að þróa veflausnir sem eru sérhannaðar til að aðstoða fólk við að stjórna heimilisfjármálunum og nýta peningana sína sem best. Vefur Meniga, www.meniga.is, fór í loftið á Íslandi í desember 2009 í samstarfi við Íslandsbanka og hefur fengið frábærar viðtökur. Notendur eru nú þegar yfir 7.000 og flestir þeirra heimsækja vefinn reglulega. Samkvæmt þjónustukönnunum eru yfir 80% notenda ánægðir eða hæstánægðir með lausnina og segjast munu nota hana reglulega í framtíðinni. Hugbúnaður Meniga hefur frá upphafi verið þróaður með stærri markaði í Evrópu í huga og hefur Meniga nýlega hafið sölustarf erlendis en söludeild Meniga er í Stokkhólmi. „Meniga er áhugavert fyrirtæki fyrir Frumtak" segir dr. Eggert Claessen, framkvæmdastjóri Frumtaks. „Meniga hefur á stuttum tíma náð frábærum árangri í framsetningu á fjármálaupplýsingum heimila og einstaklinga. Það er aldrei mikilvægara en nú að gera einstaklingum kleift að fá sem bestar upplýsingar um fjármál sín og hvernig sé best að stýra þeim. Við væntum mikils af fyrirtækinu og erum sérstaklega áhugasöm að sjá fyrirtækið nýta sérþekkingu sína í sölu á fjármálalausnum sínum á erlendum mörkuðum. Þarna eru mikil tækifæri sem hægt er að nýta með því fjármagni sem fyrirtækið hefur fengið með aðkomu Frumtaks". „Við sjáum mikil tækifæri í að selja lausnina til banka í Evrópu enda er Meniga eitt fyrsta fyrirtækið til að bjóða upp á nýja kynslóð heimilisfjármálalausna sem eru sérhannaðar fyrir evrópskar aðstæður," segir Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Meniga. „Það er mikil eftirspurn eftir kerfinu í núverandi efnahagsástandi og það hjálpar okkur líka að hafa þróunarmiðstöð og tilraunamarkað á Íslandi enda eru heimilisfjármál hér mjög í brennidepli og erlendir viðskiptabankar eru áhugasamir um lausnir sem spretta úr íslenskum aðstæðum. Söluferlar eru hins vegar langir og það er ljóst að samstarf Meniga og Frumtaks mun gera Meniga kleift að setja þann kraft í sölu og markaðssetningu erlendis sem þarf til að auka verulega líkur á árangri". Frumtak er samlagssjóður í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, sex af stærstu lífeyris-sjóðum landsins og þriggja banka. Frumtak fjárfestir í nýsköpunar¬fyrirtækjum sem þykja vænleg til vaxtar og útrásar. Markmið Frumtaks er að byggja upp öflug fyrirtæki sem geta verið leiðandi á sínu sviði og um leið skilað góðri ávöxtun til fjárfesta. Frumtak fjárfestir í fyrirtækjum sem eru komin af klakstigi og er áskilið að fyrir liggi ítarlegar viðskiptaáætlanir.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira