Umfjöllun: Lukkan með þeim dönsku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. júní 2010 07:30 Alexander Petersson í leiknum í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Þrátt fyrir ótrúlega frammistöðu Björgvins Páls Gústavssonar í marki íslenska landsliðsins gegn Dönum í gær máttu strákarnir okkar sætta sig við tap, 29-28, í síðari vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni.Frammistaða íslenska liðsins var kaflaskipt. Stundum sýndu leikmenn að íslenska liðið getur spilað glimrandi góðan handbolta jafnvel þótt að þeir Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson væru fjarri góðu gamni. Þess á milli datt allur botn úr íslenska liðinu og var þeirra félaga þá sérstaklega saknað í sókninni.Varnarleikur íslenska liðsins var lengstum ágætur. Liðið spilaði framliggjandi 6-0 vörn sem danska sóknin átti oftar en ekki í miklu basli með. Danirnir voru hins vegar mjög grimmir að refsa með hraðaupphlaupum og skoruðu ellefu slík mörk í gær. Þeir Lars Christiansen og Mikkel Hansen voru í sérflokki í dönsku sókninni og skoruðu til að mynda fyrstu átta mörk Dana í leiknum.Leikir þessara liða hafa oft verið jafnir og því kom það fáum á óvart að staðan var jöfn í hálfleik, 17-17. Liðin höfðu skipst á að vera með forystuna en í upphafi síðari hálfleiks tók íslenska liðið öll völd á vellinum og komst tvívegis í þriggja marka forystu.En í stað þess að láta kné fylgja kviði glutraði Ísland möguleikanum á því að stinga af með óöguðum sóknarleik. Sören Rasmussen hafði leyst Niklas Landin af í danska markinu og átti stórleik í síðari hálfleik. Hann var með 50 prósenta markvörslu og varði frá Þóri Ólafssyni á lokasekúndu leiksins. Þar með tryggði hann danska sigurinn.Langbesti leikmaður Íslands var Björgvin Páll og í raun sorglegt að aðrir leikmenn náðu ekki að nýta sér þann meðbyr. Róbert Gunnarsson var þó mjög öflugur á línunni og skilaði svo sannarlega sínu. Þórir Ólafsson átti góða spretti og þeir Sverre og Vignir í vörninni voru mjög fínir. Flestir aðrir áttu misjafnan leik og hafa oft spilað betur.Þess ber svo að geta að Aron Pálmarsson skoraði tvö ótrúleg mörk í fyrri hálfleik og sýndi þá af hverju hann var valinn efnilegasti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. En eins og aðrir þá missti hann taktinn undir lok leiksins og gerði mistök sem Danirnir voru fljótir að refsa fyrir.Það mátti ekki sjá mikinn mun á liðunum en í þetta skiptin var lukkan á bandi þeirra dönsku. Íslenski handboltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira
Þrátt fyrir ótrúlega frammistöðu Björgvins Páls Gústavssonar í marki íslenska landsliðsins gegn Dönum í gær máttu strákarnir okkar sætta sig við tap, 29-28, í síðari vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni.Frammistaða íslenska liðsins var kaflaskipt. Stundum sýndu leikmenn að íslenska liðið getur spilað glimrandi góðan handbolta jafnvel þótt að þeir Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson væru fjarri góðu gamni. Þess á milli datt allur botn úr íslenska liðinu og var þeirra félaga þá sérstaklega saknað í sókninni.Varnarleikur íslenska liðsins var lengstum ágætur. Liðið spilaði framliggjandi 6-0 vörn sem danska sóknin átti oftar en ekki í miklu basli með. Danirnir voru hins vegar mjög grimmir að refsa með hraðaupphlaupum og skoruðu ellefu slík mörk í gær. Þeir Lars Christiansen og Mikkel Hansen voru í sérflokki í dönsku sókninni og skoruðu til að mynda fyrstu átta mörk Dana í leiknum.Leikir þessara liða hafa oft verið jafnir og því kom það fáum á óvart að staðan var jöfn í hálfleik, 17-17. Liðin höfðu skipst á að vera með forystuna en í upphafi síðari hálfleiks tók íslenska liðið öll völd á vellinum og komst tvívegis í þriggja marka forystu.En í stað þess að láta kné fylgja kviði glutraði Ísland möguleikanum á því að stinga af með óöguðum sóknarleik. Sören Rasmussen hafði leyst Niklas Landin af í danska markinu og átti stórleik í síðari hálfleik. Hann var með 50 prósenta markvörslu og varði frá Þóri Ólafssyni á lokasekúndu leiksins. Þar með tryggði hann danska sigurinn.Langbesti leikmaður Íslands var Björgvin Páll og í raun sorglegt að aðrir leikmenn náðu ekki að nýta sér þann meðbyr. Róbert Gunnarsson var þó mjög öflugur á línunni og skilaði svo sannarlega sínu. Þórir Ólafsson átti góða spretti og þeir Sverre og Vignir í vörninni voru mjög fínir. Flestir aðrir áttu misjafnan leik og hafa oft spilað betur.Þess ber svo að geta að Aron Pálmarsson skoraði tvö ótrúleg mörk í fyrri hálfleik og sýndi þá af hverju hann var valinn efnilegasti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. En eins og aðrir þá missti hann taktinn undir lok leiksins og gerði mistök sem Danirnir voru fljótir að refsa fyrir.Það mátti ekki sjá mikinn mun á liðunum en í þetta skiptin var lukkan á bandi þeirra dönsku.
Íslenski handboltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira