Kynna þarf úrræðin betur Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. október 2010 06:00 Á kynningu Franek Rozwadowski, fulltrúi AGS með aðsetur á Íslandi og Mark Flanagan, fráfarandi yfirmaður sendinefndar sjóðsins á Íslandi, á kynningarfundi í sumar. Flanagan sat fyrir svörum fjölmiðla á símafundi í gær. Fréttablaðið/Arnþór Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) segir nauðsynlegt að flýta framkvæmd skuldaaðlögunar og ýta undir að skuldugir nýti sér úrræðin með því að slá á væntingar um frekari niðurfellingu skulda. Þetta kemur fram í umfjöllun stjórnarinnar í tengslum við þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Í uppfærðri viljayfirlýsingu stjórnvalda kemur fram að þótt einfalda eigi ferli skuldaaðlögunar, þá hafi almennar flatar afskriftir á skuldum verið útilokaðar. Þar er vísað til annarra lána en dómur Hæstaréttar um gengislán nær til. „Áherslan verður áfram lögð á lántakendur í skuldavanda, sem eru sem betur fer minnihluti allra lántakenda,“ segir í yfirlýsingunni. Mark Flanagan, fráfarandi yfirmaður sendinefndar AGS á Íslandi, segir sjóðinn frá fyrstu stundu hafa haft ríkar áhyggjur af skuldavanda bæði einstaklinga og fyrirtækja. „Það var strax ljóst að ef ekki yrði tekið á þessum vanda þá hefði hann neikvæð áhrif bæði á neyslu og fjárfestingu,“ segir hann og kveður stjórnvöld, með liðsinni AGS, því hafa unnið að því að koma upp ramma fyrir viðunandi skuldalosun til handa þeim sem þyrftu á henni að halda, um leið og þær aðgerðir íþyngdu ekki ríkissjóði um of. „Við höfum lent í ójöfnum á leiðinni, en ég held að þau úrræði sem ríkisstjórnin kynnti í júní mæti þörfinni á endurskipulagningu skulda heimilanna.“ Flanagan segir helsta vandann nú að of fáir nýti sér þau úrræði sem í boði eru og hvetur fólk í fjárhagsvandræðum til að leita til umboðsmanns skuldara. „Umgjörðin er til staðar, en fólk þarf að stíga fram og nýta sér úrræðin.“ Flanagan segir endurskipulagningu skulda fyrirtækja jafnmikilvæga og heimila í huga AGS og ríkisstjórnarinnar. „Fyrirtækin sjá heimilunum fyrir vinnu og í gegn um fjárfestingu sjá þau fyrir nýjum störfum og hagvexti,“ segir hann og kveðst telja að á báðum vígstöðvum stöndum við nú frammi fyrir þeim fasa að nýta úrræði sem búin hafi verið til. Um leið segir hann ríkisstjórnina hafa verið fullhógværa í að kynna úrræðin sem búin hafi verið til. Á símafundi með fjölmiðlum í gær sagði Flanagan að nýafstaðin endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands leiði í ljós að margt hafi áunnist. Efnahagsáætlunin sé á áætlun og ríkisstjórnin hafi unnið mikið verk í að snúa ríkisfjármálum til betri vegar. „Í fjárlögum fyrir 2011 sjáum við afganga á fjárlögum í fyrsta sinn síðan frá því fyrir kreppu. Þá hafa líka unnist sigrar í endurreisn fjármálakerfisins, sem hrundi nánast í heild sinni.“ Hann benti á að gengi krónunnar hafi náð jafnvægi og nokkurri styrkingu og viðsnúning verðbólgu sem farið hafi úr nærri tuttugu prósentum og undir fjögur prósent. „Þá eru vísbendingar um aukinn stöðugleika í efnahagslífinu.“ Meðal fyrirliggjandi verkefna sem bent er á í skýrslu sendinefndar AGS í almennari umfjöllun um efnahagshorfur landsins er að hér verði að koma hagvexti í gang á ný. Þar er horft til fjárfestingaumhverfisins og orkugeirans, en á fundi sínum með fjölmiðlum áréttaði Flanagan að AGS skipti sér ekki af stefnumótun stjórnvalda í orkumálum. „Mál Magma á rætur sínar að rekja til daga fyrir aðkomu sjóðsins að málefnum Íslands,“ sagði hann, en kvað þó ekki hægt að leiða málið alveg hjá sér. „Úrvinnsla málsins hefur áhrif á vaxtarmöguleika landsins og hversu hratt landið kemur sér út úr kreppunni.“ Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) segir nauðsynlegt að flýta framkvæmd skuldaaðlögunar og ýta undir að skuldugir nýti sér úrræðin með því að slá á væntingar um frekari niðurfellingu skulda. Þetta kemur fram í umfjöllun stjórnarinnar í tengslum við þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Í uppfærðri viljayfirlýsingu stjórnvalda kemur fram að þótt einfalda eigi ferli skuldaaðlögunar, þá hafi almennar flatar afskriftir á skuldum verið útilokaðar. Þar er vísað til annarra lána en dómur Hæstaréttar um gengislán nær til. „Áherslan verður áfram lögð á lántakendur í skuldavanda, sem eru sem betur fer minnihluti allra lántakenda,“ segir í yfirlýsingunni. Mark Flanagan, fráfarandi yfirmaður sendinefndar AGS á Íslandi, segir sjóðinn frá fyrstu stundu hafa haft ríkar áhyggjur af skuldavanda bæði einstaklinga og fyrirtækja. „Það var strax ljóst að ef ekki yrði tekið á þessum vanda þá hefði hann neikvæð áhrif bæði á neyslu og fjárfestingu,“ segir hann og kveður stjórnvöld, með liðsinni AGS, því hafa unnið að því að koma upp ramma fyrir viðunandi skuldalosun til handa þeim sem þyrftu á henni að halda, um leið og þær aðgerðir íþyngdu ekki ríkissjóði um of. „Við höfum lent í ójöfnum á leiðinni, en ég held að þau úrræði sem ríkisstjórnin kynnti í júní mæti þörfinni á endurskipulagningu skulda heimilanna.“ Flanagan segir helsta vandann nú að of fáir nýti sér þau úrræði sem í boði eru og hvetur fólk í fjárhagsvandræðum til að leita til umboðsmanns skuldara. „Umgjörðin er til staðar, en fólk þarf að stíga fram og nýta sér úrræðin.“ Flanagan segir endurskipulagningu skulda fyrirtækja jafnmikilvæga og heimila í huga AGS og ríkisstjórnarinnar. „Fyrirtækin sjá heimilunum fyrir vinnu og í gegn um fjárfestingu sjá þau fyrir nýjum störfum og hagvexti,“ segir hann og kveðst telja að á báðum vígstöðvum stöndum við nú frammi fyrir þeim fasa að nýta úrræði sem búin hafi verið til. Um leið segir hann ríkisstjórnina hafa verið fullhógværa í að kynna úrræðin sem búin hafi verið til. Á símafundi með fjölmiðlum í gær sagði Flanagan að nýafstaðin endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands leiði í ljós að margt hafi áunnist. Efnahagsáætlunin sé á áætlun og ríkisstjórnin hafi unnið mikið verk í að snúa ríkisfjármálum til betri vegar. „Í fjárlögum fyrir 2011 sjáum við afganga á fjárlögum í fyrsta sinn síðan frá því fyrir kreppu. Þá hafa líka unnist sigrar í endurreisn fjármálakerfisins, sem hrundi nánast í heild sinni.“ Hann benti á að gengi krónunnar hafi náð jafnvægi og nokkurri styrkingu og viðsnúning verðbólgu sem farið hafi úr nærri tuttugu prósentum og undir fjögur prósent. „Þá eru vísbendingar um aukinn stöðugleika í efnahagslífinu.“ Meðal fyrirliggjandi verkefna sem bent er á í skýrslu sendinefndar AGS í almennari umfjöllun um efnahagshorfur landsins er að hér verði að koma hagvexti í gang á ný. Þar er horft til fjárfestingaumhverfisins og orkugeirans, en á fundi sínum með fjölmiðlum áréttaði Flanagan að AGS skipti sér ekki af stefnumótun stjórnvalda í orkumálum. „Mál Magma á rætur sínar að rekja til daga fyrir aðkomu sjóðsins að málefnum Íslands,“ sagði hann, en kvað þó ekki hægt að leiða málið alveg hjá sér. „Úrvinnsla málsins hefur áhrif á vaxtarmöguleika landsins og hversu hratt landið kemur sér út úr kreppunni.“
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira