Viðskipti innlent

Uppboðsmarkaður gæti verið hluti af afléttingu haftanna

„Það er ljóst að uppboðsmarkaður með gjaldeyri getur létt undir með því ferli sem fer í gang þegar við hefjum frekara afnám gjaldeyrishaftanna," segir Gylfi Magnússon.
„Það er ljóst að uppboðsmarkaður með gjaldeyri getur létt undir með því ferli sem fer í gang þegar við hefjum frekara afnám gjaldeyrishaftanna," segir Gylfi Magnússon.
Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra segir að vel gæti komið til greina að setja á fót uppboðsmarkað með gjaldeyri sem hluta af afléttingu gjaldeyrishaftanna í náinni framtíð.

„Það liggur fyrir að þetta verður eitt af þeim atriðum sem við munum skoða í samráði við Seðlabankann þegar þar að kemur," segir Gylfi.

Eins og kunnugt er af fréttum ætlar Lilja Mósesdóttir þingmaður Vinstri grænna að leggja fram frumvarp á Alþingi um uppboðsmarkað á gjaldeyri. Gylfi Magnússon segist ekki geta tjáð sig um hugmyndir Lilju þar sem hann hafi ekki kynnt sér þær.

„Það er ljóst að uppboðsmarkaður með gjaldeyri getur létt undir með því ferli sem fer í gang þegar við hefjum frekara afnám gjaldeyrishaftanna. Það er því ekkert til fyrirstöðu að skoða þessar hugmyndir nánar," segir Gylfi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×