Efnahagsbatinn lætur bíða lengur eftir sér 6. maí 2010 04:00 Seðlabankinn er sterkari en markaðurinn telur hann vera, að sögn Más Guðmundssonar. Stefnt er að afnámi gjaldeyrishafta á seinni hluta árs. Fréttablaðið/Anton Verulegar líkur eru á að Seðlabankinn dragi á öll lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Norðurlöndunum og Póllandi til að sýna fram á styrk bankans. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Hann bendir á að staðan sé betri en reiknað hafi verið með og áhyggjur af getu ríkissjóðs til að standa í skilum við lán sem falla á gjalddaga á næsta og þarnæsta ári úr sögunni. „Markaðurinn er ekki alveg búinn að átta sig á þessu,“ sagði hann og benti á að vaxtaálag á ríkissjóð hafi lækkað mikið þótt dyr erlendra lánsfjármarkaða hafi enn ekki opnast. Bankastjórn Seðlabankans greindi frá ákvörðun peningastefnunefndar í gær að lækka vexti um hálft prósentustig. Stýrivextir fara við það úr 9 prósentum í 8,5 prósent. Aðrir vextir lækka jafn mikið. Már, sem jafnframt er formaður peningastefnunefndar, sagði ákvörðunina byggjast meðal annars á því að meðalgengi krónu hafi í meginatriðum haldist stöðugt frá síðasta vaxtafundi. Hann viðurkenndi að ef ekki hefði verið gripið til haftastefnu mætti reikna með að gengið væri öllu lægra, gengisvísitalan nær þrjú hundruð stigum. Vísitala krónunnar endaði í gær í 223,8 stigum og kostaði ein evra 166 krónur. Stefnt er að afnámi hafta eins fljótt og auðið er að lokinni þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda. Vonir standa til að endurskoðuninni ljúki í júlí. Spáð er að árið 2010 kosti evran 160 krónur, að sögn Más. Fram kom í máli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans, að efnahagsbati sem spáð var í janúar tefðist um einn ársfjórðung. Töfin skrifast á samdrátt í einkaneyslu og tafa á fjárfestingum jafnt innlendra sem erlendra aðila hér, þar á meðal fjárfestingu í stóriðju. „Óvissa hefur valdið því að fjárfestar er tregir til að fjárfesta í atvinnurekstri. Síðan hafa víðtækar innlánstryggingar valdið því að atvinnulífinu hefur reynst erfitt að keppa um spariféð,“ sagði Þórarinn og benti á að allt upp undir ári eftir að efnahagslífið taki við sér dragi úr atvinnuleysi. Seðlabankinn spáir 9,5 prósenta atvinnuleysi á þessu ári. Það er nú 9,3 prósent. Það verður komið niður í 6,7 prósent eftir tvö ár, gangi spá bankans eftir. jonab@frettabladid.is Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Verulegar líkur eru á að Seðlabankinn dragi á öll lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Norðurlöndunum og Póllandi til að sýna fram á styrk bankans. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Hann bendir á að staðan sé betri en reiknað hafi verið með og áhyggjur af getu ríkissjóðs til að standa í skilum við lán sem falla á gjalddaga á næsta og þarnæsta ári úr sögunni. „Markaðurinn er ekki alveg búinn að átta sig á þessu,“ sagði hann og benti á að vaxtaálag á ríkissjóð hafi lækkað mikið þótt dyr erlendra lánsfjármarkaða hafi enn ekki opnast. Bankastjórn Seðlabankans greindi frá ákvörðun peningastefnunefndar í gær að lækka vexti um hálft prósentustig. Stýrivextir fara við það úr 9 prósentum í 8,5 prósent. Aðrir vextir lækka jafn mikið. Már, sem jafnframt er formaður peningastefnunefndar, sagði ákvörðunina byggjast meðal annars á því að meðalgengi krónu hafi í meginatriðum haldist stöðugt frá síðasta vaxtafundi. Hann viðurkenndi að ef ekki hefði verið gripið til haftastefnu mætti reikna með að gengið væri öllu lægra, gengisvísitalan nær þrjú hundruð stigum. Vísitala krónunnar endaði í gær í 223,8 stigum og kostaði ein evra 166 krónur. Stefnt er að afnámi hafta eins fljótt og auðið er að lokinni þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda. Vonir standa til að endurskoðuninni ljúki í júlí. Spáð er að árið 2010 kosti evran 160 krónur, að sögn Más. Fram kom í máli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans, að efnahagsbati sem spáð var í janúar tefðist um einn ársfjórðung. Töfin skrifast á samdrátt í einkaneyslu og tafa á fjárfestingum jafnt innlendra sem erlendra aðila hér, þar á meðal fjárfestingu í stóriðju. „Óvissa hefur valdið því að fjárfestar er tregir til að fjárfesta í atvinnurekstri. Síðan hafa víðtækar innlánstryggingar valdið því að atvinnulífinu hefur reynst erfitt að keppa um spariféð,“ sagði Þórarinn og benti á að allt upp undir ári eftir að efnahagslífið taki við sér dragi úr atvinnuleysi. Seðlabankinn spáir 9,5 prósenta atvinnuleysi á þessu ári. Það er nú 9,3 prósent. Það verður komið niður í 6,7 prósent eftir tvö ár, gangi spá bankans eftir. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira