Viðskipti innlent

Vísitala íbúðaverðs heldur áfram að lækka

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 303 stig í apríl 2010 og lækkar um 0,2% frá fyrra mánuði.

Þetta kemur fram á vefsíðu Fasteignaskrár Íslands. Þar segir að síðastliðna 3 mánuði lækkaði vísitalan um 0,1%, síðastliðna 6 mánuði hefur hún lækkað um 3,4% og lækkun síðastliðna 12 mánuði var 3,6%.

Birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma. Fasteignaskrá Íslands áskilur sér rétt til að endurskoða vísitöluna aftur í tímann í ljósi fyllri gagna eða fágaðri aðferðafræði. Vísitalan er ekki ætluð til að verðtryggja fjárskuldbindingar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×