Viðskipti innlent

Atlantic Petroleum skilar 440 milljóna hagnaði

Hagnaður Atlantic Petroleum á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 20,5 milljónum danskra kr. eða ríflega 440 milljónum kr. eftir skatta. Þetta er töluvert betri árangur en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam 15,3 milljónum danskra kr.

Í tilkynningu um uppgjörið segir Sigurð í Jákupsstovu forstjóri Atlantic Petroleum að að félagið sé ánægt með niðurstöðuna í uppgjörinu. Öflugt lausafjárflæði sé nú notað til þess að greiða niður skuldir félagsins.

Fram kemur í uppgjörinu að olíuvinnsla félagsins nam 178.000 tunnum af olíu á ársfjórðungnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×