Seðlabankinn semur við BCL um 120 milljarða eignir 19. maí 2010 08:09 „Þetta samkomulag er veigamikill áfangi í uppgjöri vegna falls íslensku bankanna." Seðlabanki Íslands hefur fyrir sína hönd og Ríkissjóðs Íslands gert samkomulag við Seðlabankann í Lúxemborg (BCL) og skiptastjóra Landsbankans í Lúxemborg um kaup á 98% útistandandi skuldabréfa Avens B.V. Skuldabréfin voru í eigu Landsbankans í Lúxemborg en veðsett BCL í tengslum við lausafjárfyrirgreiðslu á árinu 2008. Landsbankinn í Lúxemborg (Landsbanki Luxembourg S.A.) er dótturfélag Landsbanka Íslands hf. Í tilkynningu segir að samkvæmt samkomulaginu mun Seðlabanki Íslands fá full yfirráð yfir eignum Avens B.V. , sem er stærsti einstaki eigandi krónueigna utan Íslands, en krónueignir þess nema um 120 milljörðum kr. eða um fjórðungi allra krónueigna erlendra aðila. Röskur þriðjungur þeirra eru innstæður í bönkum en tveir þriðju hlutar eru skuldabréf gefin út af ríkissjóði eða með ábyrgð hans. Stóran hluta kaupverðsins greiðir Seðlabanki Íslands með 402 milljóna evra skuldabréfi útgefnu af ríkissjóði til 15 ára. Bréfið er afborgunarbréf og ber breytilega vexti sem miðast við millibankavexti (EURIBOR) að viðbættu álagi og með líkum kjörum og Norðurlönd hafa boðið Íslandi. Engin ákvörðun hefur verið tekin um ráðstöfun eigna Avens B.V. Umsjón þeirra verður á hendi ESÍ ehf. (Eignasafn Seðlabanka Íslands) eins og umsjón annarra eigna og krafna sem fallið hafa í skaut ríkissjóðs og Seðlabanka Íslands vegna bankahrunsins. Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Yves Mersch seðlabankastjóri Lúxemborgar undirrituðu samkomulagið í Lúxemborg í gær.Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði við það tækifæri: „Þetta samkomulag er veigamikill áfangi í uppgjöri vegna falls íslensku bankanna. Það mun lækka erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins um rúmlega 3,5% af landsframleiðslu og krónueign erlendra aðila um því sem næst fjórðung eða um 8% af vergri landsframleiðslu.Samkomulagið er mikilvæg forsenda þess að hægt sé að stíga næstu skref í afnámi hafta á gjaldeyrisviðskiptum hér á landi. Ég vil nota tækifærið og þakka Yves Mersch seðlabankastjóra og samstarfsmönnum hans, og Yvette Hamilius skiptastjóra Landsbankans í Lúxemborg fyrir veigamikið framlag þeirra til þess að leiða þetta mál til lykta með árangursríkum hætti.Hið vinsamlega og uppbyggilega viðmót sem Mersch seðlabankastjóri hefur sýnt í þessu ferli kemur að góðu haldi við að leysa sum þeirra vandamála sem skapast hafa vegna falls banka á Íslandi í fjármálakreppunni og leggur traustan grunn að áframhaldandi góðu samstarfi á milli Seðlabanka Lúxemborgar og Seðlabanka Íslands." Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur fyrir sína hönd og Ríkissjóðs Íslands gert samkomulag við Seðlabankann í Lúxemborg (BCL) og skiptastjóra Landsbankans í Lúxemborg um kaup á 98% útistandandi skuldabréfa Avens B.V. Skuldabréfin voru í eigu Landsbankans í Lúxemborg en veðsett BCL í tengslum við lausafjárfyrirgreiðslu á árinu 2008. Landsbankinn í Lúxemborg (Landsbanki Luxembourg S.A.) er dótturfélag Landsbanka Íslands hf. Í tilkynningu segir að samkvæmt samkomulaginu mun Seðlabanki Íslands fá full yfirráð yfir eignum Avens B.V. , sem er stærsti einstaki eigandi krónueigna utan Íslands, en krónueignir þess nema um 120 milljörðum kr. eða um fjórðungi allra krónueigna erlendra aðila. Röskur þriðjungur þeirra eru innstæður í bönkum en tveir þriðju hlutar eru skuldabréf gefin út af ríkissjóði eða með ábyrgð hans. Stóran hluta kaupverðsins greiðir Seðlabanki Íslands með 402 milljóna evra skuldabréfi útgefnu af ríkissjóði til 15 ára. Bréfið er afborgunarbréf og ber breytilega vexti sem miðast við millibankavexti (EURIBOR) að viðbættu álagi og með líkum kjörum og Norðurlönd hafa boðið Íslandi. Engin ákvörðun hefur verið tekin um ráðstöfun eigna Avens B.V. Umsjón þeirra verður á hendi ESÍ ehf. (Eignasafn Seðlabanka Íslands) eins og umsjón annarra eigna og krafna sem fallið hafa í skaut ríkissjóðs og Seðlabanka Íslands vegna bankahrunsins. Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Yves Mersch seðlabankastjóri Lúxemborgar undirrituðu samkomulagið í Lúxemborg í gær.Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði við það tækifæri: „Þetta samkomulag er veigamikill áfangi í uppgjöri vegna falls íslensku bankanna. Það mun lækka erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins um rúmlega 3,5% af landsframleiðslu og krónueign erlendra aðila um því sem næst fjórðung eða um 8% af vergri landsframleiðslu.Samkomulagið er mikilvæg forsenda þess að hægt sé að stíga næstu skref í afnámi hafta á gjaldeyrisviðskiptum hér á landi. Ég vil nota tækifærið og þakka Yves Mersch seðlabankastjóra og samstarfsmönnum hans, og Yvette Hamilius skiptastjóra Landsbankans í Lúxemborg fyrir veigamikið framlag þeirra til þess að leiða þetta mál til lykta með árangursríkum hætti.Hið vinsamlega og uppbyggilega viðmót sem Mersch seðlabankastjóri hefur sýnt í þessu ferli kemur að góðu haldi við að leysa sum þeirra vandamála sem skapast hafa vegna falls banka á Íslandi í fjármálakreppunni og leggur traustan grunn að áframhaldandi góðu samstarfi á milli Seðlabanka Lúxemborgar og Seðlabanka Íslands."
Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira