Seðlabankinn semur við BCL um 120 milljarða eignir 19. maí 2010 08:09 „Þetta samkomulag er veigamikill áfangi í uppgjöri vegna falls íslensku bankanna." Seðlabanki Íslands hefur fyrir sína hönd og Ríkissjóðs Íslands gert samkomulag við Seðlabankann í Lúxemborg (BCL) og skiptastjóra Landsbankans í Lúxemborg um kaup á 98% útistandandi skuldabréfa Avens B.V. Skuldabréfin voru í eigu Landsbankans í Lúxemborg en veðsett BCL í tengslum við lausafjárfyrirgreiðslu á árinu 2008. Landsbankinn í Lúxemborg (Landsbanki Luxembourg S.A.) er dótturfélag Landsbanka Íslands hf. Í tilkynningu segir að samkvæmt samkomulaginu mun Seðlabanki Íslands fá full yfirráð yfir eignum Avens B.V. , sem er stærsti einstaki eigandi krónueigna utan Íslands, en krónueignir þess nema um 120 milljörðum kr. eða um fjórðungi allra krónueigna erlendra aðila. Röskur þriðjungur þeirra eru innstæður í bönkum en tveir þriðju hlutar eru skuldabréf gefin út af ríkissjóði eða með ábyrgð hans. Stóran hluta kaupverðsins greiðir Seðlabanki Íslands með 402 milljóna evra skuldabréfi útgefnu af ríkissjóði til 15 ára. Bréfið er afborgunarbréf og ber breytilega vexti sem miðast við millibankavexti (EURIBOR) að viðbættu álagi og með líkum kjörum og Norðurlönd hafa boðið Íslandi. Engin ákvörðun hefur verið tekin um ráðstöfun eigna Avens B.V. Umsjón þeirra verður á hendi ESÍ ehf. (Eignasafn Seðlabanka Íslands) eins og umsjón annarra eigna og krafna sem fallið hafa í skaut ríkissjóðs og Seðlabanka Íslands vegna bankahrunsins. Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Yves Mersch seðlabankastjóri Lúxemborgar undirrituðu samkomulagið í Lúxemborg í gær.Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði við það tækifæri: „Þetta samkomulag er veigamikill áfangi í uppgjöri vegna falls íslensku bankanna. Það mun lækka erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins um rúmlega 3,5% af landsframleiðslu og krónueign erlendra aðila um því sem næst fjórðung eða um 8% af vergri landsframleiðslu.Samkomulagið er mikilvæg forsenda þess að hægt sé að stíga næstu skref í afnámi hafta á gjaldeyrisviðskiptum hér á landi. Ég vil nota tækifærið og þakka Yves Mersch seðlabankastjóra og samstarfsmönnum hans, og Yvette Hamilius skiptastjóra Landsbankans í Lúxemborg fyrir veigamikið framlag þeirra til þess að leiða þetta mál til lykta með árangursríkum hætti.Hið vinsamlega og uppbyggilega viðmót sem Mersch seðlabankastjóri hefur sýnt í þessu ferli kemur að góðu haldi við að leysa sum þeirra vandamála sem skapast hafa vegna falls banka á Íslandi í fjármálakreppunni og leggur traustan grunn að áframhaldandi góðu samstarfi á milli Seðlabanka Lúxemborgar og Seðlabanka Íslands." Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur fyrir sína hönd og Ríkissjóðs Íslands gert samkomulag við Seðlabankann í Lúxemborg (BCL) og skiptastjóra Landsbankans í Lúxemborg um kaup á 98% útistandandi skuldabréfa Avens B.V. Skuldabréfin voru í eigu Landsbankans í Lúxemborg en veðsett BCL í tengslum við lausafjárfyrirgreiðslu á árinu 2008. Landsbankinn í Lúxemborg (Landsbanki Luxembourg S.A.) er dótturfélag Landsbanka Íslands hf. Í tilkynningu segir að samkvæmt samkomulaginu mun Seðlabanki Íslands fá full yfirráð yfir eignum Avens B.V. , sem er stærsti einstaki eigandi krónueigna utan Íslands, en krónueignir þess nema um 120 milljörðum kr. eða um fjórðungi allra krónueigna erlendra aðila. Röskur þriðjungur þeirra eru innstæður í bönkum en tveir þriðju hlutar eru skuldabréf gefin út af ríkissjóði eða með ábyrgð hans. Stóran hluta kaupverðsins greiðir Seðlabanki Íslands með 402 milljóna evra skuldabréfi útgefnu af ríkissjóði til 15 ára. Bréfið er afborgunarbréf og ber breytilega vexti sem miðast við millibankavexti (EURIBOR) að viðbættu álagi og með líkum kjörum og Norðurlönd hafa boðið Íslandi. Engin ákvörðun hefur verið tekin um ráðstöfun eigna Avens B.V. Umsjón þeirra verður á hendi ESÍ ehf. (Eignasafn Seðlabanka Íslands) eins og umsjón annarra eigna og krafna sem fallið hafa í skaut ríkissjóðs og Seðlabanka Íslands vegna bankahrunsins. Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Yves Mersch seðlabankastjóri Lúxemborgar undirrituðu samkomulagið í Lúxemborg í gær.Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði við það tækifæri: „Þetta samkomulag er veigamikill áfangi í uppgjöri vegna falls íslensku bankanna. Það mun lækka erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins um rúmlega 3,5% af landsframleiðslu og krónueign erlendra aðila um því sem næst fjórðung eða um 8% af vergri landsframleiðslu.Samkomulagið er mikilvæg forsenda þess að hægt sé að stíga næstu skref í afnámi hafta á gjaldeyrisviðskiptum hér á landi. Ég vil nota tækifærið og þakka Yves Mersch seðlabankastjóra og samstarfsmönnum hans, og Yvette Hamilius skiptastjóra Landsbankans í Lúxemborg fyrir veigamikið framlag þeirra til þess að leiða þetta mál til lykta með árangursríkum hætti.Hið vinsamlega og uppbyggilega viðmót sem Mersch seðlabankastjóri hefur sýnt í þessu ferli kemur að góðu haldi við að leysa sum þeirra vandamála sem skapast hafa vegna falls banka á Íslandi í fjármálakreppunni og leggur traustan grunn að áframhaldandi góðu samstarfi á milli Seðlabanka Lúxemborgar og Seðlabanka Íslands."
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira