Viðskipti innlent

Ísland aftur á topp tíu listanum yfir hættu á þjóðargjaldþroti

Ísland er aftur komið á topp tíu listann yfir þær þjóðir sem taldar eru í hvað mestri hættu á þjóðargjaldþroti.

Það er CMA gagnaveitan sem birtir listann reglulega og í dag er Ísland í níunda sæti listans með skuldatryggingaálag upp á 328 punkta.

Ísland féll af þessum lista í byrjun maí í vor en þá fór álagið lægst í 307 punkta.

Ísland hefur verið á top tíu listanum hjá CMA frá því skömmu fyrir bankahrunið haustið 2008 eða í næstum tvö ár. Lengst af vermdi landið fimmta sæti listans á þessum tímabili.

Venesúela er á toppi listans nú með skuldatryggingaálag upp á 1.230 punkta.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
6,9
58
355.843
ICEAIR
2,37
249
820.226
LEQ
1,46
2
1.138
ORIGO
0,81
8
49.987
BRIM
0,67
11
11.558

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-2,65
5
46.100
EIK
-2,34
13
38.828
EIM
-2,07
6
142.688
FESTI
-1,83
11
608.952
REITIR
-1,83
7
64.628
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.