Viðskipti innlent

Ísland aftur á topp tíu listanum yfir hættu á þjóðargjaldþroti

Ísland er aftur komið á topp tíu listann yfir þær þjóðir sem taldar eru í hvað mestri hættu á þjóðargjaldþroti.

Það er CMA gagnaveitan sem birtir listann reglulega og í dag er Ísland í níunda sæti listans með skuldatryggingaálag upp á 328 punkta.

Ísland féll af þessum lista í byrjun maí í vor en þá fór álagið lægst í 307 punkta.

Ísland hefur verið á top tíu listanum hjá CMA frá því skömmu fyrir bankahrunið haustið 2008 eða í næstum tvö ár. Lengst af vermdi landið fimmta sæti listans á þessum tímabili.

Venesúela er á toppi listans nú með skuldatryggingaálag upp á 1.230 punkta.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
1,95
13
154.180
KVIKA
0,79
3
26.427
SIMINN
0,56
3
33.788
MAREL
0,54
25
675.501
SKEL
0,25
3
5.182

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-2,88
17
153.220
SJOVA
-2,54
8
107.416
TM
-2,48
6
95.263
VIS
-2,35
1
12.050
ICEAIR
-1,32
38
108.834
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.