Schumacher búinn að finna neistann 10. maí 2010 12:13 Michael Schumacher hjá Mercedes ræðir við starfsmann Ferrari, en hann vann áður hjá Ferrari með góðum árangri eins og frægt er. Mynd: Getty Images Nick Fry hjá Mercedes segir að Michael Schumacher sé búinn að finna neistann aftur í Formúlu 1, eftir að hann var hálf ráðvilltur eftir Kína kappaksturinn þar sem honum gekk miður vel. Schumacher fékk endurbættan og lengri bíl í hendurnar um helgina á Spáni og náði fjórða sæti. "Neistinn er kominn aftur. Hann var ráðvilltur í Kína, það eru bestu lýsingarorðin. Ég held að Schumacher hafi ekki skilið hvað vandamálið var og það er alltaf áhyggjuefni. Frá fyrsta æfingadegi á Spáni þá var hann með allt á hreinu. Maður heyri í gegnum talkerfinu að sjálfstraustið var til staðar. Hann veit nákvæmlega hvað hann vil og náði því fram", sagði Fry í samtali við Autosport. "Schumacher skildi ekki hvað var í gangi í Kína og varði degi með tæknimönnum sínum eftir keppnina og fór svo dag í hjólreiðatúr með þeim. Ég held að þeir hafi fundið út hvað skorti." Engu að síður varð Schumacher mínútu á eftir sigurvegaranum Mark Webber, en liðsfélaga hans Nico Rosberg gekk verr í fyrsta skipti á árinu og fékk engin stig í mótinu. "Þegar maður klárar mínútu á eftir þá er það svekkjandi. Ég býst ekki við að Red Bull hafi svona forskot á öðrum brautum, en Barcelona brautin hentaði bílnum vel. Trúlega hafa þeir hálfa sekúndu á okkur í heildina litið. Það er því mikil vinna framundan", sagði Fry. Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Nick Fry hjá Mercedes segir að Michael Schumacher sé búinn að finna neistann aftur í Formúlu 1, eftir að hann var hálf ráðvilltur eftir Kína kappaksturinn þar sem honum gekk miður vel. Schumacher fékk endurbættan og lengri bíl í hendurnar um helgina á Spáni og náði fjórða sæti. "Neistinn er kominn aftur. Hann var ráðvilltur í Kína, það eru bestu lýsingarorðin. Ég held að Schumacher hafi ekki skilið hvað vandamálið var og það er alltaf áhyggjuefni. Frá fyrsta æfingadegi á Spáni þá var hann með allt á hreinu. Maður heyri í gegnum talkerfinu að sjálfstraustið var til staðar. Hann veit nákvæmlega hvað hann vil og náði því fram", sagði Fry í samtali við Autosport. "Schumacher skildi ekki hvað var í gangi í Kína og varði degi með tæknimönnum sínum eftir keppnina og fór svo dag í hjólreiðatúr með þeim. Ég held að þeir hafi fundið út hvað skorti." Engu að síður varð Schumacher mínútu á eftir sigurvegaranum Mark Webber, en liðsfélaga hans Nico Rosberg gekk verr í fyrsta skipti á árinu og fékk engin stig í mótinu. "Þegar maður klárar mínútu á eftir þá er það svekkjandi. Ég býst ekki við að Red Bull hafi svona forskot á öðrum brautum, en Barcelona brautin hentaði bílnum vel. Trúlega hafa þeir hálfa sekúndu á okkur í heildina litið. Það er því mikil vinna framundan", sagði Fry.
Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira