Handbolti

Jafnt hjá Sverre og félögum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sverre Andreas Jakobsson.
Sverre Andreas Jakobsson.

Sverre Andreas Jakobsson og félagar í Grosswallstadt gerðu jafntefli, 25-25, þegar Gummersbach kom í heimsókn í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Sverre komst ekki á blað í leiknum en var einu sinni vikið af velli í tvær mínútur.

Steffen Weinhold var markahæstur hjá Grosswallstadt með sjö mörk en Vedran Zrnic var einnig með sjö mörk fyrir Gummersbach.

Grosswallstadt er í níunda sæti deildarinnar en Gummersbach því sjöunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×