Viðskipti innlent

Engar breytingar á samningi

Ross Beaty forstjóri Magma Energy og Ásgeir Margeirsson forstjóri Magma Energy á Íslandi. Mynd/GVA
Ross Beaty forstjóri Magma Energy og Ásgeir Margeirsson forstjóri Magma Energy á Íslandi. Mynd/GVA
Kaupum Magma Energy á nær öllu hlutafé HS Orku lýkur í enda mánaðar. Engar breytingar hafa orðið á samningum frá því tilkynnt var um kaupin um miðjan maí, að sögn Ásgeirs Margeirssonar, forstjóra Magma Energy á Íslandi. „Málið er eins og lagt var upp með. Við erum að vinna í að klára viðskiptin," segir hann.

Magma Energy átti 46,18 prósenta hlut í HS Orku áður en tilkynnt var að félagið hafi samið um kaup á hlut Geysis Green Energy fyrir 12,8 milljarða króna. - jab








Fleiri fréttir

Sjá meira


×