Viðskipti innlent

Ráðinn nýr forstjóri Öskju

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Trausti Ólafsson er nýr forstjóri Öskju.
Jón Trausti Ólafsson er nýr forstjóri Öskju.
Jón Trausti Ólafsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri ÖSKJU, umboðsaðila Mercedes-Benz og KIA á Íslandi, og tekur hann við starfinu af Leifi Erni Leifssyni.

„Ég hlakka til að taka við framkvæmdastjórastarfinu hjá ÖSKJU og tel mig þekkja vel til starfseminnar því ég tók þátt í stofnun fyrirtækisins á sínum tíma," segir Jón Trausti Ólafsson sem starfað hefur við sölu-, þjónustu-, og markaðsmál hjá bifreiðaumboðinu Heklu frá árinu 1998, þar af sem markaðsstjóri frá árinu 2002.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×