Viðskipti innlent

Lilja Skaftadóttir er stjórnarformaður útgáfufélags DV

Lilja Skaftadóttir, fjárfestir, er nýr stjórnarformaður útgáfufélags DV. Þetta var kynnt á fundi með starfsmönnum DV fyrr í dag.

Lilja leggur til um þriðjung kaupverðs nýrra eigenda DV, á móti Reyni Traustasyni, ritstjóra. Aðrir fjárfestar leggja til þriðjung, en kaupverðið er 60 milljónir króna. Ekki er víst hverjir aðrir sitja í stjórninni, en þó mun Reynir ekki vera þar á meðal.



Nýr framkvæmdastjóri útgáfufélagsins tekur við í dag. Hann er Bogi Örn Emilsson sem hefur undanfarin ár verð framkvæmdastjóri Skjals - þýðingastofu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×