Viðskipti innlent

Kanadabúar taka Lava vel

Frá Ölvisholti Brugghúsið Ölvishölt var með þeim fyrstu hér á landi til að selja bjór til Kanada. Fréttablaðið/Pjetur
Frá Ölvisholti Brugghúsið Ölvishölt var með þeim fyrstu hér á landi til að selja bjór til Kanada. Fréttablaðið/Pjetur

Eftir að hafa verið eina viku í sölu í Manitoba í Kanada hefur fjórðungur af fyrstu sendingu á bjórnum Lava frá Ölvisholti í Flóa verið seldur.

Fram kemur á vef brugghússins að bjórinn Lava, reyktur Imperial Stout, sé flaggskip Ölvisholts.

Fitumi Trading co. sér um sölu- og dreifingarmál Ölvisholts í Norður-Ameríku, en á vef brugghússins kemur jafnframt fram að bjórinn Skjálfti sé á leið í hillur í Toronto. „En það verður athyglisvert að sjá hvernig viðtökur verða þar enda er kaupandinn LCBO stærsti staki kaupandi áfengis í veröldinni.“ - óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×