Viðskipti innlent

Greiða niður erlendu lánin

 Seðlabankastjóri greindi frá því á ársfundi bankans í síðustu viku að greidd hefðu verið niður erlend lán ríkisins.Fréttablaðið/pjetur
Seðlabankastjóri greindi frá því á ársfundi bankans í síðustu viku að greidd hefðu verið niður erlend lán ríkisins.Fréttablaðið/pjetur

Skuldatryggingar­álag ríkissjóðs hefur lækkað verulega síðustu daga, stóð í 373 stigum um hádegisbil í gær, og hafði þá ekki verið lægra síðan í lok október í fyrra.

Álagið stóð í 458 stigum þegar forseti Íslands neitaði að staðfesta Icesave-lögin í byrjun janúar og rauk upp í 675 stig áður en það tók að lækka í febrúar.

Þróun íslenska skuldatryggingarálagsins er þvert á þróun álagsins á erlendum mörkuðum. Venesúela og Argentína eru bæði með rúmlega 900 punkta álag og tróna á toppi lista Credit Market Analysis yfir þau tíu lönd sem eru með hæsta álagið. Ísland er í níunda sæti.

Greining Íslandsbanka sagði í gær að sennilegasta ástæðan fyrir lækkun álagsins hér séu kaup Seðlabankans á skuldabréfum ríkissjóðs í erlendri mynt. Fram kom á ársfundi Seðlabankans í síðustu viku að bankinn hafi keypt á eftirmarkaði skuldabréf sem eru á gjalddaga á næsta og þarnæsta ári fyrir 91,1 milljón evra (15,8 milljarða króna). Annar flokkanna var gefinn út fyrir tæpum fjórum árum upp á einn milljarð evra.

Með kaupunum lækka erlendar skuldir ríkissjóðs, líkt og Greining Íslandsbanka bendir á. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×