Viðskipti innlent

Bönkunum sett ítarleg skilyrði við yfirtökur á fyrirtækjum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins snerta meðal annars yfirtöku Arion á Högum.
Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins snerta meðal annars yfirtöku Arion á Högum.
Samkeppnisstofnun hefur sett bönkum ítarleg skilyrði vegna yfirtöku þeirra á fyrirtækjum sem starfa á mikilvægum samkeppnismörkuðum.

Skilyrðin eru sett til að draga úr samkeppnisröskun sem stafað getur af eignarhaldi banka á viðkomandi fyrirtækjum. Skilyrðin eru sett með ákvörðun sem varða yfirtöku eignarhaldsfélagsins Vestia á Teymi, Íslandsbanka á Ingvari Helgasyni og B&L og Arion banka á Högum.

Samkeppniseftirlitið telur að framangreindar yfirtökur raski samkeppni og að nauðsynlegt sé því að setja þeim skilyrði sem ætlað er að vinna gegn þeirri röskun. Hafi bankarnir fallist á að hlíta þeim skilyrðum sem sett eru fram í viðkomandi ákvörðunum. Helstu skilyrði eru þau að bönkunum ber að selja viðkomandi atvinnufyrirtæki innan tiltekins tíma, tryggt verði að yfirtekin fyrirtæki starfi sem sjálfstæðir keppinautar á markaði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×