Viðskipti innlent

Langtímaatvinnuleysi er verulegt áhyggjuefni

Ekki hefur fjölgað í hóp þeirra sem hafa verið án atvinnu í 3-5 mánuði en þeir eru nú 2.400 og hefur fækkað um 700 síðan á sama ársfjórðungi fyrra árs.
Ekki hefur fjölgað í hóp þeirra sem hafa verið án atvinnu í 3-5 mánuði en þeir eru nú 2.400 og hefur fækkað um 700 síðan á sama ársfjórðungi fyrra árs.
Í nýjum upplýsingum Hagstofunnar um vinnumarkaðinn sem birtar voru í morgun kemur fram að 40% þeirra sem eru án atvinnu hafa verið það í sex mánuði eða lengur og hefur þeim fjölgað um 4.300 manns frá sama fjórðungi fyrra árs. Greining Íslandsbanka telur þessa þróun vera verulegt áhyggjuefni.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að 18% atvinnulausra hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur og hefur þeim fjölgað um 1.900 manns á einu ári.

Ekki hefur fjölgað í hóp þeirra sem hafa verið án atvinnu í 3-5 mánuði en þeir eru nú 2.400 og hefur fækkað um 700 síðan á sama ársfjórðungi fyrra árs. Þetta virðist benda til þess að verulega hafi nú hægt á aukningu atvinnuleysis en þeir sem misstu vinnuna í kjölfar hrunsins eða á síðasta ári eiga erfitt með að finna vinnu á nýjan leik.

„Langtímaatvinnuleysi virðist því vera að festast í sessi hér á landi sem er verulegt áhyggjuefni," segir í Morgunkorninu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×