AGS: Staða Íslands betri en búist var við 21. apríl 2010 16:00 Skýrsla starfsliðs Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í kjölfar annarrar endurskoðunar á áætlun sjóðsins fyrir Ísland liggur nú fyrir. Meginniðurstöður hennar eru að staða Íslands er mun betri í dag en vonast var til þegar áætluninni var hrint af stokkunum í kjölfar hrunsins haustið 2008. Þremur af lykilatriðum í áætluninni er nú lokið og það fjórða, endurskipulagning sparisjóðanna, er á lokastigi. Öll markmið áætlunarinnar fram að þessum tímapunkti eru í höfn og er stöðug styrking á gengi krónunnar frá fyrstu endurskoðuninni þar m.a. nefnd til sögunnar. Raunar segir starfsfólk AGS að þróun verðbólgunnar og vöruskiptajöfnuðar í jákvæða átt frá árslokum 2008 sé áhrifamikil (striking). Nýjar upplýsingar um fjárhagsstöðu einkageirans gefi til kynna að veikleikar hagkerfisins séu aðeins minni en áður var talið. Hinsvegar er tekið fram í skýrslunni að þótt hagkerfið hafi staðið sig betur en væntingar voru um geti hin erfiða skuldastaða valdið því að hagkerfið búi við veikan vöxt um tíma. Hvað vöxt hagkerfisins varðar segir starfslið AGS að tafir á stóriðjuframkvæmdum tefji hann sem stendur. Hinsvegar hafi breytingar á fjármálastefnunni og endurskipulagning á skuldum einkageirans vegið að hluta til upp á móti þeirri töf. AGS býst við því að heildarskuldastaða landsins muni ná hámarki í ár og nemi þá 300% af landsframleiðslunni. Eftir þetta ár muni skuldirnar fara minnkandi en að vísu hægar en von var á. Ástæða þessa er m.a. vegna endurmats á tímasetningum á uppgjöri við kröfuhafa gömlu bankanna. Þá geti veruleg raunlækkun á gengi krónunnar valdið vandamálum. Útlitið yfir sjálfbærni skulda hins opinbera hefur batnað einkum vegna þess að mat á endurheimtum á útistandi kröfum hins opinbera frá hruninu 2008 sýnir að meira komi í ríkiskassann en áður var talið. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Skýrsla starfsliðs Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í kjölfar annarrar endurskoðunar á áætlun sjóðsins fyrir Ísland liggur nú fyrir. Meginniðurstöður hennar eru að staða Íslands er mun betri í dag en vonast var til þegar áætluninni var hrint af stokkunum í kjölfar hrunsins haustið 2008. Þremur af lykilatriðum í áætluninni er nú lokið og það fjórða, endurskipulagning sparisjóðanna, er á lokastigi. Öll markmið áætlunarinnar fram að þessum tímapunkti eru í höfn og er stöðug styrking á gengi krónunnar frá fyrstu endurskoðuninni þar m.a. nefnd til sögunnar. Raunar segir starfsfólk AGS að þróun verðbólgunnar og vöruskiptajöfnuðar í jákvæða átt frá árslokum 2008 sé áhrifamikil (striking). Nýjar upplýsingar um fjárhagsstöðu einkageirans gefi til kynna að veikleikar hagkerfisins séu aðeins minni en áður var talið. Hinsvegar er tekið fram í skýrslunni að þótt hagkerfið hafi staðið sig betur en væntingar voru um geti hin erfiða skuldastaða valdið því að hagkerfið búi við veikan vöxt um tíma. Hvað vöxt hagkerfisins varðar segir starfslið AGS að tafir á stóriðjuframkvæmdum tefji hann sem stendur. Hinsvegar hafi breytingar á fjármálastefnunni og endurskipulagning á skuldum einkageirans vegið að hluta til upp á móti þeirri töf. AGS býst við því að heildarskuldastaða landsins muni ná hámarki í ár og nemi þá 300% af landsframleiðslunni. Eftir þetta ár muni skuldirnar fara minnkandi en að vísu hægar en von var á. Ástæða þessa er m.a. vegna endurmats á tímasetningum á uppgjöri við kröfuhafa gömlu bankanna. Þá geti veruleg raunlækkun á gengi krónunnar valdið vandamálum. Útlitið yfir sjálfbærni skulda hins opinbera hefur batnað einkum vegna þess að mat á endurheimtum á útistandi kröfum hins opinbera frá hruninu 2008 sýnir að meira komi í ríkiskassann en áður var talið.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira