Handbolti

Aron skoraði fimm mörk í öruggum sigri Kiel

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alfreð gat verið ánægður með sína menn í dag.
Alfreð gat verið ánægður með sína menn í dag.

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hjá þýska handboltaliðinu Kiel höfðu greinilega farið varlega í jólasteikina því þeir léku vel í dag er þeir rúlluðu yfir Friesenheim á útivelli.

Lokatölur 29-39 fyrir Kiel eftir að staðan í hálfleik hafði verið 12-19.

Aron Pálmarsson átti virkilega góðan leik fyrir Kiel og skoraði fimm mörk en Dominik Klein var markahæstur hjá liðinu með níu mörk.

Kiel er í þriðja sæti deildarinnar eftir leikinn, einum fimm stigum á eftir toppliði Hamburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×