Viðskipti innlent

Eignir Jóns Ásgeirs og Hannesar Smárasonar kyrrsettar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Hannesar Smárasonar á Íslandi verða kyrrsettar í tengslum við rannsókn skattayfirvalda á þeim tveimur og félögum sem þeir stjórnuðu.
Eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Hannesar Smárasonar á Íslandi verða kyrrsettar í tengslum við rannsókn skattayfirvalda á þeim tveimur og félögum sem þeir stjórnuðu.
Eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Hannesar Smárasonar á Íslandi verða kyrrsettar í tengslum við rannsókn skattayfirvalda á þeim tveimur og félögum sem þeir stjórnuðu. Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Samkvæmt heimildum blaðsins eru eignirnar sem kyrrsettar verða taldar mörg hundruð milljóna króna virði.







Jón Ásgeir Jóhannesson.
Heimildir Viðskiptablaðsins herma að eignir fleiri úr hópi hinna svokölluðu útrásarvíkinga muni verða kyrrsettar af skattayfirvöldum á næstunni. Blaðið segir að þær heimildir rími við orð Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag.





Hannes Smárason.
Þar var Steingrímur spurður hvort hann ætlaði að aðhafast eitthvað til að koma í veg fyrir að helstu gerendur í efnahagshruninu kæmust yfir fyrirtæki sín að nýju. Steingrímur svaraði því til að skattrannsóknaryfirvöld væru í viðamiklum rannsóknum sem tengdust mörgum þessara sömu aðila og það væri ekkert ólíklegt að skatturinn yrði á undan að hefja mál og jafnvel kyrrsetja eignir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×