Handbolti

Flensburg flengdi Kára og félaga

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kári Kristján stóð í ströngu í dag.
Kári Kristján stóð í ströngu í dag.

Kári Kristján Kristjánsson og félagar í Wetzlar fengu á baukinn í þýska handboltanum í dag er þeir sóttu Flensburg heim.

Yfirburðir Flensburg í leiknum voru fáranlega miklir og vann Flensburg öruggan 20 marka sigur, 42-22, eftir að hafa leitt með 13 mörkum í hálfleik, 20-7.

Kári Kristján skoraði eitt mark fyrir Wetzlar sem er í tólfta sæti deildarinnar af átján liðum. Flensburg er aftur á móti í sjötta sæti.

Danski hornamaðurinn Anders Eggert átti stórleik í liði Flensburg og skoraði níu mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×