Segja mál sjömenninganna eiga heima á Íslandi 12. nóvember 2010 12:18 Ný gögn sem slitastjórn Glitnis hefur lagt fram í New York í skaðabótamálinu gegn sjömenningunum sanna ekkert og sýna að málið á ekki heima þar heldur fyrir íslenskum dómstólum, að mati lögmanna stefndu. Þá telja þeir áhuga íslensku þjóðarinnar á málinu styðja þá kröfu. Í skjalasafni dómstólsins í New York hafa nú birst greinargerðir hinna stefndu í málinu þar sem tekin er afstaða til nýrra gagna sem slitastjórnin lagði fram með það fyrir augum að styrkja málatilbúnað sinn. Skjölin áttu að sýna að Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group, hefði hlutast til um lánveitingar Glitnis banka til félagsins Hnotskurnar. Eitt skjalanna sýnir tilboð FL Group í hlutabréf eignarhaldsfélagsins Hnotskurnar ehf. í Tryggingamiðstöðinni og meðal annarra gagna eru minnisblöð af stjórnarfundum FL Group þar sem tilboðið er til umræðu. Kim Landsman, sem gætir hagsmuna Jóns Ásgeirs, Ingibjargar, Lárusar Welding, Jóns Sigurðssonar og Þorsteins M. Jónssonar, segir í greinargerð að þessi nýju gögn styrki enn frekar kröfu um frávísun á þeim grundvelli að rétt sé að höfða málið fyrir íslenskum dómstólum. Um sé að ræða gögn á íslensku um viðskipti íslenskra fyrirtækja. Þá er enn fremur rakið í greinargerðinni að allir hinir stefndu séu Íslendingar, öll gögn í málinu séu á íslensku, nauðsynlegt verði fyrir dómstólinn að túlka íslensk lagaákvæði við úrlausnir á grundvallaratriðum í málinu og dómur í málinu verði ekki aðfararhæfur á Íslandi, þ.e ekki verði hægt framfylgja dómnum til að krefjast greiðslna úr hendi hinna stefndu á Íslandi ef þau verða dæmd til greiðslu skaðabóta. Þá segir í greinargerðinni að meintur tjónsatburður hafi verið á Íslandi og að íslenska þjóðin hafi sýnt málinu mikinn áhuga, þá hafi slitastjórnin aðeins höfðað málið í New York vegna þarlends réttarfars, slitastjórnin telji heppilegt að leiða málið fyrir kviðdóm. Þetta allt sé nóg til að vísa málinu frá á þeim grundvelli því sækja eigi málið fyrir réttri þinghá, þ.e íslenskum dómstólum. Lögmaður Hannesar Smárasonar segir að sá málflutningur slitastjórnar að ný gögn um lánveitingar Glitnis til eignarhaldsfélagsins Hnotskurnar sé í besta falli villandi. Orðalagið „að hlutast til" sýni ekki á nokkurn hátt að Hannes hafi tryggt slíka lánveitingu hjá Glitni. Þá hafi slitastjórnin ekki getað sýnt fram á nein gögn til að styðja getgátur sínar um lánveitingar Glitnis til Hnotskurnar. Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Ný gögn sem slitastjórn Glitnis hefur lagt fram í New York í skaðabótamálinu gegn sjömenningunum sanna ekkert og sýna að málið á ekki heima þar heldur fyrir íslenskum dómstólum, að mati lögmanna stefndu. Þá telja þeir áhuga íslensku þjóðarinnar á málinu styðja þá kröfu. Í skjalasafni dómstólsins í New York hafa nú birst greinargerðir hinna stefndu í málinu þar sem tekin er afstaða til nýrra gagna sem slitastjórnin lagði fram með það fyrir augum að styrkja málatilbúnað sinn. Skjölin áttu að sýna að Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group, hefði hlutast til um lánveitingar Glitnis banka til félagsins Hnotskurnar. Eitt skjalanna sýnir tilboð FL Group í hlutabréf eignarhaldsfélagsins Hnotskurnar ehf. í Tryggingamiðstöðinni og meðal annarra gagna eru minnisblöð af stjórnarfundum FL Group þar sem tilboðið er til umræðu. Kim Landsman, sem gætir hagsmuna Jóns Ásgeirs, Ingibjargar, Lárusar Welding, Jóns Sigurðssonar og Þorsteins M. Jónssonar, segir í greinargerð að þessi nýju gögn styrki enn frekar kröfu um frávísun á þeim grundvelli að rétt sé að höfða málið fyrir íslenskum dómstólum. Um sé að ræða gögn á íslensku um viðskipti íslenskra fyrirtækja. Þá er enn fremur rakið í greinargerðinni að allir hinir stefndu séu Íslendingar, öll gögn í málinu séu á íslensku, nauðsynlegt verði fyrir dómstólinn að túlka íslensk lagaákvæði við úrlausnir á grundvallaratriðum í málinu og dómur í málinu verði ekki aðfararhæfur á Íslandi, þ.e ekki verði hægt framfylgja dómnum til að krefjast greiðslna úr hendi hinna stefndu á Íslandi ef þau verða dæmd til greiðslu skaðabóta. Þá segir í greinargerðinni að meintur tjónsatburður hafi verið á Íslandi og að íslenska þjóðin hafi sýnt málinu mikinn áhuga, þá hafi slitastjórnin aðeins höfðað málið í New York vegna þarlends réttarfars, slitastjórnin telji heppilegt að leiða málið fyrir kviðdóm. Þetta allt sé nóg til að vísa málinu frá á þeim grundvelli því sækja eigi málið fyrir réttri þinghá, þ.e íslenskum dómstólum. Lögmaður Hannesar Smárasonar segir að sá málflutningur slitastjórnar að ný gögn um lánveitingar Glitnis til eignarhaldsfélagsins Hnotskurnar sé í besta falli villandi. Orðalagið „að hlutast til" sýni ekki á nokkurn hátt að Hannes hafi tryggt slíka lánveitingu hjá Glitni. Þá hafi slitastjórnin ekki getað sýnt fram á nein gögn til að styðja getgátur sínar um lánveitingar Glitnis til Hnotskurnar.
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira