Viðskipti innlent

Eignir ýmissa lánafyrirtækja lækkuðu um 1,4 milljarða

Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.126,5 milljörðum kr. í lok september og lækkuðu um 1,4 milljarða kr. í mánuðinum.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Sjóður hækkaði um 7,6 milljarða kr., innstæður í Seðlabankanum lækkuðu um 6 milljarða kr. og kröfur á lánastofnanir lækkuðu um 2,3 milljarða kr.

Útlán og eignaleigusamningar námu 964,5 milljörðum kr í lok mánaðarins og hækkuðu um 1,5 milljarða kr frá fyrra mánuði.

Skuldir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.096,3 milljörðum kr í lok september og lækkuðu um 1,2 milljarða kr. frá fyrra mánuði. Aðrar skuldir hækkuðu um 13,4 milljarða kr. og eigið fé lækkaði um 996 milljónir kr. í mánuðinum.

Til ýmissa lánafyrirtækja teljast Íbúðalánasjóður, fjárfestingarbankar, eignarleigur, greiðslukortafyrirtæki og fjárfestingarlánasjóðir.

Nýjustu gögn eru bráðabirgðagögn sem kunna að verða uppfærð eftir því sem nákvæmara uppgjör liggur fyrir. Virði útlána og eignaleigusamninga er óljóst í kjölfar dóms Hæstaréttar. Hagtölur ýmissa lánafyrirtækja endurspegla einungis starfandi lánafyrirtæki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×