Skuldatryggingaálag ríkissjóðs hækkar áfram 21. maí 2010 12:30 Skuldatryggingaálag ríkissjóðs Íslands hefur hækkað nokkuð allra síðustu daga. Í lok dagsins í gær stóð álagið til 5 ára í 367 punktum (3,67%) og hafði það hækkað um heila 90 punkta frá því síðastliðinn föstudag.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að telja megi líklegt að hækkunin að þessu sinni sé aðeins tímabundin og komi til með að ganga til baka með tíð og tíma. Má hér benda á þann áfanga sem náðist nú í vikunni í uppgjöri vegna falls íslensku bankanna með samkomulagi Seðlabanka Íslands og Ríkissjóðs Íslands við Seðlabankann í Lúxemborg og skiptastjóra Landsbankans í Lúxemborg um kaup á 98% útistandandi skuldabréfa Avens B.V.Þetta samkomulag bætti nokkuð hreina stöðu þjóðarbúsins enda er Avens B.V. stærsti einstaki eigandi krónueigna utan Íslands. Þannig lækkaði þetta erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins um rúmlega 3,5% af landsframleiðslu og krónueignir erlendra aðila um 120 milljarða kr. sem samsvarar til fjórðungs af heildarkrónueignum þeirra.„Teljum við því líklegt að þessi hækkun tengist ekki sérstökum innlendum þáttum heldur komi í kjölfar aukinnar áhættufælni á mörkuðum enda hefur áhættuálag nánast undantekningalaust verið að hækka á önnur ríki á sama tíma. Jafnframt má sjá, þegar litið er yfir þróun skuldatryggingaálags nokkurra ríkja Evrópu, að þeim mun hærra sem álagið er að jafnaði því meiri er breytingin í punktum talið enda er álagið þá þeim mun næmara fyrir titringi á mörkuðum," segir í Morgunkorninu.Þannig hefur skuldtryggingaálag á ríkissjóð Grikklands hækkað um 121 punkt (úr 607 í 728 punkta) og Portúgals um 86 punkta (úr 249 í 335 punkta) frá því síðastliðinn föstudag. Á sama tíma hefur skuldatryggingaálag á ríkissjóð Finnlands hækkað um 1 punkt (úr 29 í 30 punkta) og Frakklands um 3 punkta (úr 72 í 75 punkta) svo einhver ríki séu nefnd.Af ríkjum Vestur Evrópu er skuldatryggingaálagið á Ríkissjóð Íslands næsthæst á eftir álaginu á Grikkland. Lægst er skuldatryggingaálag á hin Norðurlöndin og eru Norðmenn þar með yfirburðastöðu, en álagið á norska ríkið í lok dags í gær nam aðeins 20 punktum. Þó má geta þess til samanburðar að í árslok 2007 var skuldatryggingaálagið á Ísland hið hæsta af ríkjum Vestur Evrópu og var þá 68 punktar. Á sama tíma var áhættuálagið á Grikkland 22 punktar og á Noreg um 4 punktar. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Skuldatryggingaálag ríkissjóðs Íslands hefur hækkað nokkuð allra síðustu daga. Í lok dagsins í gær stóð álagið til 5 ára í 367 punktum (3,67%) og hafði það hækkað um heila 90 punkta frá því síðastliðinn föstudag.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að telja megi líklegt að hækkunin að þessu sinni sé aðeins tímabundin og komi til með að ganga til baka með tíð og tíma. Má hér benda á þann áfanga sem náðist nú í vikunni í uppgjöri vegna falls íslensku bankanna með samkomulagi Seðlabanka Íslands og Ríkissjóðs Íslands við Seðlabankann í Lúxemborg og skiptastjóra Landsbankans í Lúxemborg um kaup á 98% útistandandi skuldabréfa Avens B.V.Þetta samkomulag bætti nokkuð hreina stöðu þjóðarbúsins enda er Avens B.V. stærsti einstaki eigandi krónueigna utan Íslands. Þannig lækkaði þetta erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins um rúmlega 3,5% af landsframleiðslu og krónueignir erlendra aðila um 120 milljarða kr. sem samsvarar til fjórðungs af heildarkrónueignum þeirra.„Teljum við því líklegt að þessi hækkun tengist ekki sérstökum innlendum þáttum heldur komi í kjölfar aukinnar áhættufælni á mörkuðum enda hefur áhættuálag nánast undantekningalaust verið að hækka á önnur ríki á sama tíma. Jafnframt má sjá, þegar litið er yfir þróun skuldatryggingaálags nokkurra ríkja Evrópu, að þeim mun hærra sem álagið er að jafnaði því meiri er breytingin í punktum talið enda er álagið þá þeim mun næmara fyrir titringi á mörkuðum," segir í Morgunkorninu.Þannig hefur skuldtryggingaálag á ríkissjóð Grikklands hækkað um 121 punkt (úr 607 í 728 punkta) og Portúgals um 86 punkta (úr 249 í 335 punkta) frá því síðastliðinn föstudag. Á sama tíma hefur skuldatryggingaálag á ríkissjóð Finnlands hækkað um 1 punkt (úr 29 í 30 punkta) og Frakklands um 3 punkta (úr 72 í 75 punkta) svo einhver ríki séu nefnd.Af ríkjum Vestur Evrópu er skuldatryggingaálagið á Ríkissjóð Íslands næsthæst á eftir álaginu á Grikkland. Lægst er skuldatryggingaálag á hin Norðurlöndin og eru Norðmenn þar með yfirburðastöðu, en álagið á norska ríkið í lok dags í gær nam aðeins 20 punktum. Þó má geta þess til samanburðar að í árslok 2007 var skuldatryggingaálagið á Ísland hið hæsta af ríkjum Vestur Evrópu og var þá 68 punktar. Á sama tíma var áhættuálagið á Grikkland 22 punktar og á Noreg um 4 punktar.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira