Viðskipti innlent

Sigurður vill 244 milljónir frá Kaupþingi

Sigurður Einarsson.
Sigurður Einarsson.

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, gerir launakröfu upp á 244 milljónir króna í þrotabú fallna bankans. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri, virðist ekki gera launakröfu í þrotabúið.

Þetta kemur fram í yfirliti frá slitastjórn Kaupþings banka hf. sem hefur birt kröfuskrá á vefsvæði fyrir kröfuhafa. Alls var 28.167 kröfum lýst í Kaupþing.

Heildarfjárhæð lýstra krafna nam 7.316 milljörðum króna miðað við gengi Seðlabanka Íslands þann 22. apríl 2009. Heildarfjárhæðin er hærri en skuldir samkvæmt efnahagsreikningi miðað við 30. júní sl.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×