Aðeins þrjú gjaldeyrisviðskipti á millibankamarkaðinum 22. janúar 2010 12:20 Mikill Fróðafriður hefur ríkt á millibankamarkaði með gjaldeyri það sem af er ári. Aðeins hafa þrisvar sinnum átt sér stað viðskipti á markaðinum frá áramótum, og nemur heildarvelta 3 milljónir evra, jafnvirði 540 milljónum kr., það sem af er ári. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að til samanburðar var meðalvelta á millibankamarkaði 5,2 milljarðar kr. í mánuði hverjum í fyrra. Þá hefur Seðlabankinn haldið sig fjarri gjaldeyrismarkaði frá ársbyrjun og raunar gott betur, því síðustu inngrip bankans voru 6. nóvember síðastliðinn. Hafa ber í huga að þótt velta á millibankamarkaði sé afar lítil geta gjaldeyrisviðskipti hjá hverjum viðskiptabanka fyrir sig verið talsverð. Ef þokkalegt jafnvægi er í innflæði gjaldeyris og útflæði hjá hverjum banka fyrir sig hafa þeir þannig ekki þörf fyrir að leita á millibankamarkað með kaup eða sölu gjaldeyris. Þrátt fyrir engin inngrip Seðlabankans, það að afgangur á vöru- og þjónustujöfnuði hafi líkast til verið með minna móti undanfarna mánuði og á annan tug milljarða í vaxtagreiðslum til útlendinga frá desemberbyrjun hefur krónan styrkst lítillega gagnvart evru undanfarið. Í gær lækkaði evran þannig um hálfa krónu á millibankamarkaði og kostar nú 179,5 kr. Þar voru þó ekki viðskipti að baki heldur voru viðskiptavakar líkast til að stilla af tilboð sín á millibankamarkaði svo lækkun evru gagnvart helstu gjaldmiðlum leiddi ekki til samsvarandi lækkunar krónu gagnvart öðrum myntum en evrunni. Pundið kostar nú 206 kr. og Bandaríkjadollar 127 kr. á innlendum gjaldeyrismarkaði. „Að mati okkar er gengisstöðugleiki krónu undanfarna þrjá mánuði til marks um hversu veigamikil breytingin var sem Seðlabankinn gerði á gjaldeyrishöftunum í fyrrahaust. Með henni var loks loku skotið fyrir hjáleið sem margir höfðu nýtt sér til að stunda viðskipti á aflandsmarkaði með krónur. Sá markaður þornaði nánast upp í kjölfarið og hafa viðskipti þar verið fá og smá síðan. Þótt velta hafi í kjölfarið minnkað á innlendum millibankamarkaði meða gjaldeyri er það að mati okkar ekki merki um að gjaldeyristekjur séu síður að skila sér hingað til lands, heldur þvert á móti að þær nái nú frekar en áður að vega upp gjaldeyrisþörf vegna innflutnings og greiðslna af erlendum lánum," segir í Morgunkorninu. „Hvort jafnvægið á gjaldeyrismarkaði er tímabundið eða varanlegt er svo annað mál. Reynsla frá öðrum löndum þar sem slíkum höftum hefur verið beitt er að eftir því sem tíminn líður fjölgar þeim leiðum sem farnar eru til að komast fram hjá þeim, og hafa menn oft reynst ótrúlega hugvitssamir í þeim efnum. Á móti kemur að afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði mun líklega vaxa talsvert með hækkandi sól og skárri aðstæðum í hagkerfum heims." Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Mikill Fróðafriður hefur ríkt á millibankamarkaði með gjaldeyri það sem af er ári. Aðeins hafa þrisvar sinnum átt sér stað viðskipti á markaðinum frá áramótum, og nemur heildarvelta 3 milljónir evra, jafnvirði 540 milljónum kr., það sem af er ári. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að til samanburðar var meðalvelta á millibankamarkaði 5,2 milljarðar kr. í mánuði hverjum í fyrra. Þá hefur Seðlabankinn haldið sig fjarri gjaldeyrismarkaði frá ársbyrjun og raunar gott betur, því síðustu inngrip bankans voru 6. nóvember síðastliðinn. Hafa ber í huga að þótt velta á millibankamarkaði sé afar lítil geta gjaldeyrisviðskipti hjá hverjum viðskiptabanka fyrir sig verið talsverð. Ef þokkalegt jafnvægi er í innflæði gjaldeyris og útflæði hjá hverjum banka fyrir sig hafa þeir þannig ekki þörf fyrir að leita á millibankamarkað með kaup eða sölu gjaldeyris. Þrátt fyrir engin inngrip Seðlabankans, það að afgangur á vöru- og þjónustujöfnuði hafi líkast til verið með minna móti undanfarna mánuði og á annan tug milljarða í vaxtagreiðslum til útlendinga frá desemberbyrjun hefur krónan styrkst lítillega gagnvart evru undanfarið. Í gær lækkaði evran þannig um hálfa krónu á millibankamarkaði og kostar nú 179,5 kr. Þar voru þó ekki viðskipti að baki heldur voru viðskiptavakar líkast til að stilla af tilboð sín á millibankamarkaði svo lækkun evru gagnvart helstu gjaldmiðlum leiddi ekki til samsvarandi lækkunar krónu gagnvart öðrum myntum en evrunni. Pundið kostar nú 206 kr. og Bandaríkjadollar 127 kr. á innlendum gjaldeyrismarkaði. „Að mati okkar er gengisstöðugleiki krónu undanfarna þrjá mánuði til marks um hversu veigamikil breytingin var sem Seðlabankinn gerði á gjaldeyrishöftunum í fyrrahaust. Með henni var loks loku skotið fyrir hjáleið sem margir höfðu nýtt sér til að stunda viðskipti á aflandsmarkaði með krónur. Sá markaður þornaði nánast upp í kjölfarið og hafa viðskipti þar verið fá og smá síðan. Þótt velta hafi í kjölfarið minnkað á innlendum millibankamarkaði meða gjaldeyri er það að mati okkar ekki merki um að gjaldeyristekjur séu síður að skila sér hingað til lands, heldur þvert á móti að þær nái nú frekar en áður að vega upp gjaldeyrisþörf vegna innflutnings og greiðslna af erlendum lánum," segir í Morgunkorninu. „Hvort jafnvægið á gjaldeyrismarkaði er tímabundið eða varanlegt er svo annað mál. Reynsla frá öðrum löndum þar sem slíkum höftum hefur verið beitt er að eftir því sem tíminn líður fjölgar þeim leiðum sem farnar eru til að komast fram hjá þeim, og hafa menn oft reynst ótrúlega hugvitssamir í þeim efnum. Á móti kemur að afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði mun líklega vaxa talsvert með hækkandi sól og skárri aðstæðum í hagkerfum heims."
Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira