Viðskipti innlent

Nýr framkvæmdarstjóri ráðinn til Yggdrasil

Nýr framkvæmdarstjóri, Björn Kristján Arnarson, hefur verið ráðinn hjá Yggdrasil. Yggdrasill er heildverslun sem selur lífrænt ræktaðar matvörur, hreinlætisvörur og snyrtivörur. Stjórn fyrirtækisins helst óbreytt en í henni sitja Björn Jóhannesson og Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir.

Björn Kristján hefur hafið störf nú þegar en hann starfaði áður sem innkaupastjóri fyrirtækisins og sem aðstoðarmaður fyrrum framkvæmdarstjóra. Björn er með B.Sc. gráðu í vörustjórnun og er hann með víðtæka reynslu á því sviði. Hann hefur frá árinu 2007 starfað sem meðeigandi og sölufulltrúi RE/MAX.

Einnig starfaði hann um árabil sem sérfræðingur í birgðastjórnun hjá Alcan á Íslandi hf og þar áður var hann rýmis og vöruflokkastjóri hjá verslunarkeðjum 10-11.

Það er mat stjórnenda Yggdrasils að Björn muni styrkja góða stöðu félagsins enn frekar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×