Viðskipti innlent

Viðar tekur við af Höskuldi

Viðar Þorkelsson
Viðar Þorkelsson

Viðar Þorkelsson hefur verið ráðinn forstjóri greiðslukortafyrirtækisins Valitor. Hann hefur fram til þessa gegnt stöðu forstjóra fasteignafélagsins Reita, áður Landic Property. Hann tekur við af Höskuldi H. Ólafssyni, sem nýverið var ráðinn bankastjóri Arion banka.

Fram kemur í tilkynningu um ráðninguna að Viðar hafi víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hann vann hjá Landsbankanum um árabil en gegndi síðan stjórnunarstöðum hjá Vodafone og 365. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×