Jónína: „Hótaði ekki - talaði bara götumál sem útrásarvíkingar skilja“ Hafsteinn Hauksson skrifar 14. nóvember 2010 18:46 Jónína Benediktsdóttir beitti verulegum þrýstingi á forstjóra Kaupþings vegna fjármuna sem hún taldi sig eiga inni hjá bankanum. Hún þvertekur þó fyrir að hafa beitt fjárkúgun. Allt að sex ára fangelsi liggur við slíku broti. Í nýrri bók sinni segir Jónína Benediktsdóttir að hún hafi handsalað samning við Hreiðar Má Sigurðsson, þáverandi forstjóra Kaupþings, um að bankinn keypti af henni fasteign í Bryggjuhverfinu á 70 milljónir króna. Með slíku lausafé hefði hún getað gert upp skuldir vegna fyrirtækis síns, Planet Pulse, og átt afgang fyrir sjálfa sig. Í bókinni birtir hún samning frá febrúar 2003 um 3 milljóna króna lán án veða sem bankinn veitti henni og hún segir að hafi verið til staðfestingar á fasteignakaupunum. Síðar segir hún Hreiðar hafa hætt við kaupin og hafi hún þá reiðst mjög og talið að Jón Ásgeir hafi átt þar hlut að máli. Síðar hafi hún farið á fund Hreiðars og ýjað að því að hún myndi kjafta frá um Hreiðar og spurt hann hvort konan hans vissi hvað hann væri að gera í utanlandsferðum sínum. Síðar fór hún með kvaðningar til Hreiðars sem tengdu forkólfa í viðskiptalífinu við gleðskap á snekkju Jóns Ásgeirs árið 2001 þar sem gleðikonur eru sagðar hafa verið viðstaddar og spurði hvort hún ætti frekar að fara með þær í fjölmiðla. Eftir þetta fékk Jónína bréf frá Kaupþing þar sem henni er tilkynnt að 3 milljóna lánið, sem hún segir að hafi verið greiðsla vegna fasteignakaupanna sem ekki gengu í gegn, hafi verið afskrifað hjá bankanum. Í hegningarlögum er lagt allt að sex ára fangelsi við því að hafa fé af öðrum með því að hóta að hafa uppi sakburð um vansæmandi háttsemi hans, þótt sannur sé, en slík brot fyrnast á tíu árum. Hvorki lögregla né ríkissaksóknari vildu tjá sig neitt um málið, en eftir því sem fréttastofa kemst næst mun fátítt að mál af þessum toga séu tekin til rannsóknar nema kæra liggi fyrir. Jónína vildi ekki veita fréttastofu viðtal, en útilokaði þó með öllu að í orðum hennar hefði falist hótun í garð Hreiðars, að hún hefði beitt hann kúgunum eða brotið lög. Hún hafi reynt allt annað og að lokum hafi hún talað það götustrákamál sem þessir menn skildu. Tengdar fréttir Björn Bjarnason fundaði með Baugsmönnum: Gunnar Smári bitbeinið Jónína Benediktsdóttir fullyrðir í nýútkominni ævisögu sinni að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi fundað með Hannesi Hólmsteini. Þá hitti Björn Bjarnason aðstoðarmann Jóns Ásgeirs árið 2005, á hápunkti Baugsmálsins. 13. nóvember 2010 19:38 Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Jónína Benediktsdóttir beitti verulegum þrýstingi á forstjóra Kaupþings vegna fjármuna sem hún taldi sig eiga inni hjá bankanum. Hún þvertekur þó fyrir að hafa beitt fjárkúgun. Allt að sex ára fangelsi liggur við slíku broti. Í nýrri bók sinni segir Jónína Benediktsdóttir að hún hafi handsalað samning við Hreiðar Má Sigurðsson, þáverandi forstjóra Kaupþings, um að bankinn keypti af henni fasteign í Bryggjuhverfinu á 70 milljónir króna. Með slíku lausafé hefði hún getað gert upp skuldir vegna fyrirtækis síns, Planet Pulse, og átt afgang fyrir sjálfa sig. Í bókinni birtir hún samning frá febrúar 2003 um 3 milljóna króna lán án veða sem bankinn veitti henni og hún segir að hafi verið til staðfestingar á fasteignakaupunum. Síðar segir hún Hreiðar hafa hætt við kaupin og hafi hún þá reiðst mjög og talið að Jón Ásgeir hafi átt þar hlut að máli. Síðar hafi hún farið á fund Hreiðars og ýjað að því að hún myndi kjafta frá um Hreiðar og spurt hann hvort konan hans vissi hvað hann væri að gera í utanlandsferðum sínum. Síðar fór hún með kvaðningar til Hreiðars sem tengdu forkólfa í viðskiptalífinu við gleðskap á snekkju Jóns Ásgeirs árið 2001 þar sem gleðikonur eru sagðar hafa verið viðstaddar og spurði hvort hún ætti frekar að fara með þær í fjölmiðla. Eftir þetta fékk Jónína bréf frá Kaupþing þar sem henni er tilkynnt að 3 milljóna lánið, sem hún segir að hafi verið greiðsla vegna fasteignakaupanna sem ekki gengu í gegn, hafi verið afskrifað hjá bankanum. Í hegningarlögum er lagt allt að sex ára fangelsi við því að hafa fé af öðrum með því að hóta að hafa uppi sakburð um vansæmandi háttsemi hans, þótt sannur sé, en slík brot fyrnast á tíu árum. Hvorki lögregla né ríkissaksóknari vildu tjá sig neitt um málið, en eftir því sem fréttastofa kemst næst mun fátítt að mál af þessum toga séu tekin til rannsóknar nema kæra liggi fyrir. Jónína vildi ekki veita fréttastofu viðtal, en útilokaði þó með öllu að í orðum hennar hefði falist hótun í garð Hreiðars, að hún hefði beitt hann kúgunum eða brotið lög. Hún hafi reynt allt annað og að lokum hafi hún talað það götustrákamál sem þessir menn skildu.
Tengdar fréttir Björn Bjarnason fundaði með Baugsmönnum: Gunnar Smári bitbeinið Jónína Benediktsdóttir fullyrðir í nýútkominni ævisögu sinni að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi fundað með Hannesi Hólmsteini. Þá hitti Björn Bjarnason aðstoðarmann Jóns Ásgeirs árið 2005, á hápunkti Baugsmálsins. 13. nóvember 2010 19:38 Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Björn Bjarnason fundaði með Baugsmönnum: Gunnar Smári bitbeinið Jónína Benediktsdóttir fullyrðir í nýútkominni ævisögu sinni að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi fundað með Hannesi Hólmsteini. Þá hitti Björn Bjarnason aðstoðarmann Jóns Ásgeirs árið 2005, á hápunkti Baugsmálsins. 13. nóvember 2010 19:38