Sparifé í íslenskum bönkum hleðst upp 12. mars 2010 00:01 friðrik már baldursson Sparifé hefur aukist jafnt og þétt síðustu árin og frá mars 2007 til desember 2009 tvöfaldaðist það. Um áramótin voru tæplega sextánhundruð milljarðar á ýmis konar reikningum, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum. Tæplega 710 milljarðar eru í bundnum innlánum og af því um 187 milljarðar í peningamarkaðssjóðum. Þeir rýrnuðu mjög við bankahrunið, fóru úr 236 milljörðum í september 2008 í 99 í október sama ár. Engu að síður er hærri upphæð í þeim sjóðum nú en var í febrúar 2008. Á verðtryggðum reikningum eiga landsmenn 219 milljarða og um 74 á innlánsreikningum vegna viðbótar-lífeyrissparnaðar, svo dæmi séu tekin. Almennt sparifé landsmanna reiknast rúmlega 380 milljarðar króna. Um 238 milljarðar eru óbundnir og 142 milljarðar á innlendum gjaldeyrisreikningum. Friðrik Már Baldursson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, segir ástandið í raun dæmigert fyrir hagkerfi þar sem verðhjöðnun ríkir. „Það má lýsa því þannig að þeir sem eiga peninga vilja sennilega halda öllum möguleikum opnum og á meðan þeir gera það, og nota ekki peningana til fjárfestingar og neyslu, þá hlaðast þeir upp á bankabókinni." Friðrik segir þetta líka endur-spegla hve fáa kosti fólk hefur til að ávaxta sitt pund. Í raun sé aðeins um innlánsreikninga og ríkisskuldabréf að ræða. „Flestir halda að sér höndum og eru hræddir við að fjárfesta í skuldabréfum fyrirtækja, að ég tali nú ekki um hlutabréf. Markaðurinn er náttúrulega ekki svipur hjá sjón. Þetta eru því annars vegar bankarnir og hins vegar ríkisskuldabréfin." Þá séu vextir á ríkisskuldabréfum ekki það háir, þannig að fólk haldi peningunum á innlánsreikningum. Það eigi einnig við um fyrirtæki. Þá megi ekki gleyma því að hluti upphæðar sem áður var í jöklabréfum, í eigu erlendra aðila, sé inni í þessari tölu. Friðrik segir að kannanir Seðlabankans bendi til að flest heimili séu ágætlega stödd. Atvinnuleysi hafi vissulega aukist og greiðsluvandræði einnig, en flestir séu þokkalega staddir. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Sparifé hefur aukist jafnt og þétt síðustu árin og frá mars 2007 til desember 2009 tvöfaldaðist það. Um áramótin voru tæplega sextánhundruð milljarðar á ýmis konar reikningum, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum. Tæplega 710 milljarðar eru í bundnum innlánum og af því um 187 milljarðar í peningamarkaðssjóðum. Þeir rýrnuðu mjög við bankahrunið, fóru úr 236 milljörðum í september 2008 í 99 í október sama ár. Engu að síður er hærri upphæð í þeim sjóðum nú en var í febrúar 2008. Á verðtryggðum reikningum eiga landsmenn 219 milljarða og um 74 á innlánsreikningum vegna viðbótar-lífeyrissparnaðar, svo dæmi séu tekin. Almennt sparifé landsmanna reiknast rúmlega 380 milljarðar króna. Um 238 milljarðar eru óbundnir og 142 milljarðar á innlendum gjaldeyrisreikningum. Friðrik Már Baldursson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, segir ástandið í raun dæmigert fyrir hagkerfi þar sem verðhjöðnun ríkir. „Það má lýsa því þannig að þeir sem eiga peninga vilja sennilega halda öllum möguleikum opnum og á meðan þeir gera það, og nota ekki peningana til fjárfestingar og neyslu, þá hlaðast þeir upp á bankabókinni." Friðrik segir þetta líka endur-spegla hve fáa kosti fólk hefur til að ávaxta sitt pund. Í raun sé aðeins um innlánsreikninga og ríkisskuldabréf að ræða. „Flestir halda að sér höndum og eru hræddir við að fjárfesta í skuldabréfum fyrirtækja, að ég tali nú ekki um hlutabréf. Markaðurinn er náttúrulega ekki svipur hjá sjón. Þetta eru því annars vegar bankarnir og hins vegar ríkisskuldabréfin." Þá séu vextir á ríkisskuldabréfum ekki það háir, þannig að fólk haldi peningunum á innlánsreikningum. Það eigi einnig við um fyrirtæki. Þá megi ekki gleyma því að hluti upphæðar sem áður var í jöklabréfum, í eigu erlendra aðila, sé inni í þessari tölu. Friðrik segir að kannanir Seðlabankans bendi til að flest heimili séu ágætlega stödd. Atvinnuleysi hafi vissulega aukist og greiðsluvandræði einnig, en flestir séu þokkalega staddir. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira