Viðskipti innlent

Vikuveltan á fasteignamarkaði 1.6 milljarður

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 5. mars til og með 11. mars 2010 var 52. Þar af voru 36 samningar um eignir í fjölbýli, 12 samningar um sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 1.596 milljónir króna og meðalupphæð á samning 30,7 milljónir króna.

Þetta kemur fram á vefsíðu Fasteignaskrár Íslands. Þar segir að á sama tíma var 5 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af voru 3 samningar um eignir í fjölbýli og 2 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 101 milljón króna og meðalupphæð á samning 20,2 milljónir króna.

Á sama tíma var 3 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Það voru samningar um eignir í fjölbýli. Heildarveltan var 60 milljónir króna og meðalupphæð á samning 20 milljónir króna.

Á sama tíma var 3 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af var 1 samningur um eignir í fjölbýli og 2 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 66 milljónir króna og meðalupphæð á samning 21,8 milljónir króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×