FME gerir athugasemdir við starfshætti Allianz 27. maí 2010 13:24 Fjármálaeftirlitið (FME) hefur gert margvíslegar athugasemdir við starfshætti Allianz Íslands hf. Meðal þess sem ámælisvert var talið var villandi orðalag um að lífeyrisgreiðslur séu greiddar út í evrum. Þær eru greiddar út í krónum. Þá var gerð athugasemd við að í skilmálum Allianz segir að sjóðsfélagi geti afsalað sér réttindum sínum og veðsett þau. Slíkt er óheimilt samkvæmt lögum. Fjallað er um málið á vefsíðu FME. Þar segir að framkvæmd var athugun á starfsemi Allianz Íslands hf. söluumboði (Allianz) með heimsókn og gagnaöflun dagana 26.-27. maí 2009. Athugunin beindist að því að skoða starfsemi Allianz, þá sérstaklega upplýsingagjöf og kynningarefni viðskiptavina á Ævilífeyri. Í kjölfar athugunarinnar rituðu fulltrúar Fjármálaeftirlitsins skýrslu þar sem fram komu athugasemdir eftirlitsins og kröfur um úrbætur er skyldi vera lokið innan nánar tiltekinna fresta. Voru drög að skýrslunni afhent framkvæmdastjóra Allianz þann 23. október 2009 og honum gefið tækifæri til að koma sjónarmiðum félagsins og frekari upplýsingum á framfæri. Í endanlegri útgáfu skýrslunnar þann 11. desember 2009, var tekið tillit til þeirra athugasemda eftir því sem tilefni þótti til. Skýrsla innri endurskoðanda um hvernig Allianz hefði staðið að úrbótum á þeim atriðum sem vikið var að í skýrslunni barst Fjármálaeftirlitinu 22. janúar 2010. Niðurstöður Fjármálaeftirlitsins eru byggðar á þeim gögnum og upplýsingum sem aflað var við athugunina og miðast þær við stöðu mála á þeim tíma sem athugunin fór fram. Á grundvelli laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, er Fjármálaeftirlitinu heimilt að birta opinberlega niðurstöður í málum og athugunum. Gagnsæisstefnan er nánar útfærð á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Gerð var athugasemd við að á samningseyðublaði um Ævilífeyri kemur ekki fram að ákveði aðilar að hætta innan samningstímans og færa sparnaðinn annað þá fái þeir eingöngu endurkaupsvirði sem gæti þýtt að endurgreiðsla til þeirra verði lægri en greidd iðgjöld. Gerð var athugasemd við að Allianz hafi ekki sent uppfærðar reglur og samninga um Ævilífeyri til samþykktar til fjármálaráðuneytisins eins og ber að gera samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Gerð var athugasemd við villandi orðalag í samningnum þar sem fram kemur að lífeyrisgreiðslur séu greiddar út í evrum og að inneign hvers og eins sé í evrum. Raunin er sú, fyrir þá sem gera samning við Allianz á Íslandi, að bæði inn- og útgreiðslur eru ávallt í krónum. Fjármálaeftirlitið gerði athugasemd við að tryggð ávöxtun væri sögð 2,25% í skilmálum Allianz en hún er í raun 1,3% þegar búið er að taka tillit til kostnaðar. Gerð var athugasemd við skilmála Allianz, E 70, en samkvæmt þeim getur sjóðfélagi afsalað sér réttindum sínum og veðsett þau. Það er óheimilt samkvæmt lögum Gerð var athugasemd við að Allianz hafði boðið upp á verðbréfasjóði á heimasíðu sinni, en eingöngu tilteknir aðilar geta veitt ráðgjöf varðandi verðbréfasjóði og selt hlutdeildarskírteini þeirra, þ.e. aðilar sem hafa starfsleyfi sem fjárfestingarráðgjafar samkæmt lögum um fjármálafyrirtæki, eða svokallaðir einkaumboðsmenn samanber lög um verðbréfaviðskipti. Allianz á Íslandi uppfyllir hvorugt framangreindra skilyrða. Þá benti Fjármálaeftirlitið á að eingöngu væri heimilt að markaðssetja á Íslandi þá erlendu sjóði sem tilkynnt hafa um markaðssetningu sína á Íslandi í samræmi við lög um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Gerðar voru athugasemdir við greiðsluyfirlitin sem send eru sjóðfélögum en þar vantaði yfirlit yfir réttindi og iðgjaldagreiðslur í EUR og upplýsingar um stöðu samnings miðað við að greiðslu sé hætt og inneign færð til annars vörsluaðila. Fjármálaeftirlitið gerði athugasemd við að félagið hafi ekki gert skriflegan samning við innri endurskoðanda. Jafnframt var gerð athugasemd við að skriflegar reglur um innra eftirlit væru ekki til staðar hjá Allianz. Þá voru ekki til starfslýsingar starfsmanna þar sem fram kom ábyrgð þeirra, heimildir o.fl. Unnið er að úrbótum á ofangreindum atriðum hjá Allianz Íslandi hf. söluumboði. Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) hefur gert margvíslegar athugasemdir við starfshætti Allianz Íslands hf. Meðal þess sem ámælisvert var talið var villandi orðalag um að lífeyrisgreiðslur séu greiddar út í evrum. Þær eru greiddar út í krónum. Þá var gerð athugasemd við að í skilmálum Allianz segir að sjóðsfélagi geti afsalað sér réttindum sínum og veðsett þau. Slíkt er óheimilt samkvæmt lögum. Fjallað er um málið á vefsíðu FME. Þar segir að framkvæmd var athugun á starfsemi Allianz Íslands hf. söluumboði (Allianz) með heimsókn og gagnaöflun dagana 26.-27. maí 2009. Athugunin beindist að því að skoða starfsemi Allianz, þá sérstaklega upplýsingagjöf og kynningarefni viðskiptavina á Ævilífeyri. Í kjölfar athugunarinnar rituðu fulltrúar Fjármálaeftirlitsins skýrslu þar sem fram komu athugasemdir eftirlitsins og kröfur um úrbætur er skyldi vera lokið innan nánar tiltekinna fresta. Voru drög að skýrslunni afhent framkvæmdastjóra Allianz þann 23. október 2009 og honum gefið tækifæri til að koma sjónarmiðum félagsins og frekari upplýsingum á framfæri. Í endanlegri útgáfu skýrslunnar þann 11. desember 2009, var tekið tillit til þeirra athugasemda eftir því sem tilefni þótti til. Skýrsla innri endurskoðanda um hvernig Allianz hefði staðið að úrbótum á þeim atriðum sem vikið var að í skýrslunni barst Fjármálaeftirlitinu 22. janúar 2010. Niðurstöður Fjármálaeftirlitsins eru byggðar á þeim gögnum og upplýsingum sem aflað var við athugunina og miðast þær við stöðu mála á þeim tíma sem athugunin fór fram. Á grundvelli laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, er Fjármálaeftirlitinu heimilt að birta opinberlega niðurstöður í málum og athugunum. Gagnsæisstefnan er nánar útfærð á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Gerð var athugasemd við að á samningseyðublaði um Ævilífeyri kemur ekki fram að ákveði aðilar að hætta innan samningstímans og færa sparnaðinn annað þá fái þeir eingöngu endurkaupsvirði sem gæti þýtt að endurgreiðsla til þeirra verði lægri en greidd iðgjöld. Gerð var athugasemd við að Allianz hafi ekki sent uppfærðar reglur og samninga um Ævilífeyri til samþykktar til fjármálaráðuneytisins eins og ber að gera samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Gerð var athugasemd við villandi orðalag í samningnum þar sem fram kemur að lífeyrisgreiðslur séu greiddar út í evrum og að inneign hvers og eins sé í evrum. Raunin er sú, fyrir þá sem gera samning við Allianz á Íslandi, að bæði inn- og útgreiðslur eru ávallt í krónum. Fjármálaeftirlitið gerði athugasemd við að tryggð ávöxtun væri sögð 2,25% í skilmálum Allianz en hún er í raun 1,3% þegar búið er að taka tillit til kostnaðar. Gerð var athugasemd við skilmála Allianz, E 70, en samkvæmt þeim getur sjóðfélagi afsalað sér réttindum sínum og veðsett þau. Það er óheimilt samkvæmt lögum Gerð var athugasemd við að Allianz hafði boðið upp á verðbréfasjóði á heimasíðu sinni, en eingöngu tilteknir aðilar geta veitt ráðgjöf varðandi verðbréfasjóði og selt hlutdeildarskírteini þeirra, þ.e. aðilar sem hafa starfsleyfi sem fjárfestingarráðgjafar samkæmt lögum um fjármálafyrirtæki, eða svokallaðir einkaumboðsmenn samanber lög um verðbréfaviðskipti. Allianz á Íslandi uppfyllir hvorugt framangreindra skilyrða. Þá benti Fjármálaeftirlitið á að eingöngu væri heimilt að markaðssetja á Íslandi þá erlendu sjóði sem tilkynnt hafa um markaðssetningu sína á Íslandi í samræmi við lög um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Gerðar voru athugasemdir við greiðsluyfirlitin sem send eru sjóðfélögum en þar vantaði yfirlit yfir réttindi og iðgjaldagreiðslur í EUR og upplýsingar um stöðu samnings miðað við að greiðslu sé hætt og inneign færð til annars vörsluaðila. Fjármálaeftirlitið gerði athugasemd við að félagið hafi ekki gert skriflegan samning við innri endurskoðanda. Jafnframt var gerð athugasemd við að skriflegar reglur um innra eftirlit væru ekki til staðar hjá Allianz. Þá voru ekki til starfslýsingar starfsmanna þar sem fram kom ábyrgð þeirra, heimildir o.fl. Unnið er að úrbótum á ofangreindum atriðum hjá Allianz Íslandi hf. söluumboði.
Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira